Thursday, August 10, 2006

Davis


Þá erum við sest að í höfuðborg Yolo sýslu, Davis 95616. Komin með símanúmer, internet og flatskjá, rauðan Extorp og Ivar bókahillu. Bættum sænska Smálandametið í innpökkun þegar við tróðum tveimur innkaupakerrum og king hjónarúmi í Explorerinn. Eina sem ég á eftir að gera er að kaupa Cable, eftir það get ég sest niður með snickers og bjór, alveg eins og í Danmörku.
Nýi bíllinn okkar er awesome, leðurklæddur Explorer, 200 hestar í húddinu, sex diska magasín og sun roof. Sílsalistar og þakbogar, hvað er hægt að biðja um meira?
Skólinn byrjar eftir viku, Beth vinkona okkar Garðars, sagði mér að hafa það nice þangað til, því eftir fimmtudaginn næsta liti ég ekki glaðan dag fyrr en í fyrsta lagi upp úr Thanksgiving. Hún áttar sig þó væntanlega ekki á því að ég er enginn avarage Kani (þó hún hafi sagt að ég liti alls ekki út eins og Íslendingur, og þegar ég spurði hana hvort það væri complement sagði hún já, ég væri alveg eins og Kani), en ég verð sennilega að blaða aðeins í einhverjum orðabókum uppúr miðjum ágúst. En, í þessu ljósi, erum við að velta fyrir okkur að skreppa til Seattle, þar sem Gunnar Örn hefur haft aðsetur síðustu áratugi, og kanna kosti borgarinnar.
If you want to read this færsla in English, press here.

5 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Hæ hæ.

Velkomin til Cali. Til hamingju með allt saman.

Hlakka rosalega til að hitta ykkur. Þið eruð alltaf velkomin til LA.

Knús,
Anna Þorbjörg

5:48 PM  
Anonymous Anonymous said...

Hæ elskurnar og takk fyrir síðast.

Hildur var bara búin að kaupa í köku handa Grími fyrir helgina, en við bara bíðum með hana þar til við hittumst um thanxgiving skv. námsáætlun Gríms.

Ykkar Boddí.
P.S. Væri fínt að fá mynd af EXTORP
P.S.S. Við erum búin að kaupa BEDDINGE svefnsófa svo þið getið gist!

12:25 AM  
Anonymous Anonymous said...

Hæ hæ

Gott að allt gengur vel, Ef þið nennið að kippa síðan einum explorer heim handa mér þá væri það brillíant.

2:39 AM  
Anonymous Anonymous said...

4 dagar liðnir frá síðustu færslu, hvað segir Garðar Garðarsson við svona löguðu?

2:39 AM  
Anonymous Anonymous said...

Heil vika. Eruði farin til Taílands?

6:37 AM  

Post a Comment

<< Home