Thursday, August 17, 2006

Fréttir að Vestan

Eins og kom fram í síðustu viku var okkur ráðlagt að fara í frí áður en skólinn byrjar hér í Davisborg. Við brugðumst skjótt við og héldum til Seattle að heimsækja Gunna, Mæju og Gunnar Magnús sem við höfðum aldrei séð. Flugum á föstudaginn síðasta og heim aftur á þriðjudag. Ferðin var stórskemmtileg og mikil upplifun. Við vorum reglulega hrifin af Seattle og háskólanum þar. Þar sem ég hafði á sínum tíma fengið inni hjá þeim hafði ég samband við LL.M. stjórann hjá þeim, sem tók afar vel á móti mér. Í stuttu máli sagt höfum við ákveðið að færa okkur um set og flytja til Seattle. Ég byrja í skólanum þar 1. september og klára 15. júní. Auðvitað fylgir þessu talsvert bras en það er bara gaman af því.
Ef einhvern vantar þriggja herbergja íbúð í Davis þætti mér vænt um að heyra frá viðkomandi.

Myndir frá ævintýrum okkar vestan hafs verða settar inn um leið og ég er búinn að læra almennilega á þetta blessaða blogg.

6 Comments:

Blogger Fjölskyldan Barðaströnd 4 said...

Gangi ykkur rosalega vel, elskurnar mínar. Ég mun sakna ykkar.

Kveðja,

Bette, Davis.

10:33 PM  
Anonymous Anonymous said...

Bíddu ég skil þetta ekki. Flytja til Seattle?

Þetta fer með allt skipulagið. Hvað verður um Ivar-bókahilluna? Má ég fá hana?

2:06 AM  
Anonymous Anonymous said...

Ég er í sjokki.

2:14 AM  
Anonymous Anonymous said...

Er ég að fara til San Fran í fýluferð? Borghildur, þú situr víst uppi með mig og Eika fyrstu vikuna í september. Anna og Grímur eru flúin.

4:32 AM  
Anonymous Anonymous said...

Things move fast in the states !!! það var búið að lofa öllum sól og hita sem kæmu í heimsókn.... en allavega gangi ykkur vel á nýjum slóðum :)

4:46 AM  
Anonymous Anonymous said...

Hvar eru myndirnar?

8:46 AM  

Post a Comment

<< Home