Húsmóðirin tekur völdin.
Þetta blogg virðist eitthvað vefjast fyrir sumum svo ég hef ákveðið að taka völdin hér. Eins og áður hefur komið fram erum við að fara flytja til Seattle. Davisinn virkaði bara því miður ekki nógu vel fyrir okkur af ýmsum ástæðum. Hver hefði getað trúað þessu upp á kallinn???
Það er því dáldið skrýtið að hanga hér vitandi það að við erum á leiðinni norður en við ætlum að bíða eftir brósa sem kemur á næstu dögum og heimsækja www.stanfjord.blogspot.com. Mér skilst að það sé jafnvel von á fleiri fjölskyldumeðlimum? Við tókum þó smá forskot á sæluna um helgina og eyddum henni í faðmi Barðastrandarbúa. Það var voða huggó og gott að koma til þeirra. Hrafnhildur Hekla var óneitanlega hamingjusöm að hitta krakkana eftir að hafa verið í hlutverkaleik með foreldrum sínum í tvær vikur þar sem hún er ýmist mamman, ég er stóra systir og Grímur er lilli eða hún er Lína, ég er Anna og Grímur er Tommi.
Annars er alveg gríðarlega heitt hérna og eiginlega ekki hægt að vera úti. Við fórum í göngutúr áðan milli 6 og 7 og komum inn eins við hefðum hlaupið með Ármannssyni á laugardaginn (sem sumir gerðu víst). Það er ekki hægt að blogga nema maður minnist aðeins á veðrið. Ég ætla gera tilraun til að henda inn nokkrum myndum.
Bis später, AB
Hrafnhildur Hekla að ræða málin við Hildi Theodóru í bílnum.

Barnið horfir einstaka sinnum á Dýrin í Hálsaskógi. Hún vaknar upp á nóttunni og spyr pabba sinn af hverju Mikki segi og geri hitt og þetta.
Það er því dáldið skrýtið að hanga hér vitandi það að við erum á leiðinni norður en við ætlum að bíða eftir brósa sem kemur á næstu dögum og heimsækja www.stanfjord.blogspot.com. Mér skilst að það sé jafnvel von á fleiri fjölskyldumeðlimum? Við tókum þó smá forskot á sæluna um helgina og eyddum henni í faðmi Barðastrandarbúa. Það var voða huggó og gott að koma til þeirra. Hrafnhildur Hekla var óneitanlega hamingjusöm að hitta krakkana eftir að hafa verið í hlutverkaleik með foreldrum sínum í tvær vikur þar sem hún er ýmist mamman, ég er stóra systir og Grímur er lilli eða hún er Lína, ég er Anna og Grímur er Tommi.
Annars er alveg gríðarlega heitt hérna og eiginlega ekki hægt að vera úti. Við fórum í göngutúr áðan milli 6 og 7 og komum inn eins við hefðum hlaupið með Ármannssyni á laugardaginn (sem sumir gerðu víst). Það er ekki hægt að blogga nema maður minnist aðeins á veðrið. Ég ætla gera tilraun til að henda inn nokkrum myndum.
Bis später, AB
Hrafnhildur Hekla að ræða málin við Hildi Theodóru í bílnum.

Barnið horfir einstaka sinnum á Dýrin í Hálsaskógi. Hún vaknar upp á nóttunni og spyr pabba sinn af hverju Mikki segi og geri hitt og þetta.
Gunni frændi þótti almennt mjög fyndinn og skemmtilegur.
Systkinin og Hekla á The Cheescake Factory
Feðginin á röltinu í Davis
Að lokum er það glæsivagninn.
15 Comments:
Gott og gaman að fá myndir frá
ykkur.Þið eruð mjög flott og
bíllinn líka.
Kveðja,
A.A.
Þið eruð æðislega flott. Sakna ykkar.
B.Æ.P.
Hæ sætu!
Á að breyta nafninu á blogginu? kannski Stayvis?
Er heilmikið búin að klóra mér í hausnum yfir því hver er B.Æ.P., Bara Æðisleg Pæja...
Hlakka til að fá ykkur í heimsókn í næstu viku!
Knús,
Boddí.
Eða Awayvis...., eða can'tstayanotherdayvis.
Jæja.
Viddi.
Já, eða: AllIneedtodoistomovetoSeattleandeverythingwillgetmuchbetterincludingmyeducation,insurancesandfamilymattersvis?
Kv. Hress.
Nei, reyndar ekki, en allt í lagi.
Viddi.
Rosalega er Grímur flottur á þessum myndum.
Rosaleg völd hefur þessi húsmóðir. Búin að stöðva allt bloggið.
Gott blogg. Hvernig er í skólanum, Gimbó?
VL.
Amín mín, hvað er málið með bloggið???
Miss U hon,
þín B.
Gott blogg. Ertu útskrifaður frá því að síðasta færsla kom inn, Gimmi?
VL.
Hæ hæ, vildi bara láta aðeins heyra í mér. Þar sem allt er dautt hér bendi ég vinum og vandamönnum sem hafa áhuga á mína mögnuðu síðu, www.canadaland.bloggar.is
Þetta er annar mesti bloggvafningur sem ég hef séð... Hinn er hjá systur minni sem áður hét Ásta Björg en gengur nú undir nafninu 阿斯塔
(http://www.astabingdao.blogspot.com)
Heimahangandi í Seattle farðu nú að skrifa eitthvað!!!
Ég er alveg búinn að gefast upp á þessu bloggi, enda búinn að ýta á refresh á 2 mínútna fresti í þrjár vikur. Ég er farinn yfir á www.canadaland.bloggar.is hjá systur Gimbó. Þar eru fínar myndir og allt.
Viddi.
Ehh... hæ - bara ein pæling - síðata blogg komið til ára sinna á þessari síðu - eruð þið búin að "flytja" bloggið ykkar eitthvað annað - eða....? ahhahhahhahhahahahah
Post a Comment
<< Home