Friday, September 08, 2006

Upprisinn

Kæru gestir og gangandi.
Fyrsta vikan í skólanum (í Seattle, fyrir þá sem misstu af síðustu færslu) búin. Heilt yfir lítur þetta ákaflega vel út. Búinn að sitja tíma í amerískum lögum sem hafa verið misáhugaverðir, en þeir skemmtilegu taka öðru út sem maður hefur kynnst. Prógrammið sjálft er reyndar ekki byrjað, heldur er þetta valkvætt undirbúningsnámskeið. Nemendahópurinn skiptist þannig að þarna eru 20 Afganar (svona dökkbrúnir), um 60 Asíufólk (þ.e. frá öðrum Asíulöndum en Afganistan) og restin er frá Þýskalandi og Íslandi (en Andreas fer reyndar heim þegar þetta undirbúningsnámskeið er búið). Það lítur því út fyrir að ég verði kominn með ansi skemmtilega kontaktaðila að ári.
Gaman að segja frá því að Kínamaðurinn Ralf sótti um tvo skóla í USA og komst inn í báða. Fyrstur til að giska á hver hinn skólinn er fær ókeypis gistingu í Davis til júníloka.
Kínakonan Feye átti ekki orð yfir öllu sem ég sagði henni - sama hvort ég hefði séð Aurora (vona hún hafi átt við norðurljósin) eða að ég talaði íslensku (sem hún skrifaði hjá sér fyrir neðan nafnið mitt).
Annars gekk ferðalagið hingað frá Californiu vel, brunuðum þessar 800 mílur í einum rykk, leyfði barninu að hlaupa einu sinni út til að pissa. Fyrir vikið sáum við enga skóla í Oregon sem ég hefði getað sótt um.
Annars eru Afganir best skóaða þjóð sem ég hef kynnst. Þeir eru undantekningalaust í stífbónuðum, támjóum leðurskóm, þeir alflottustu sem ég hef séð. Svona lærir maður, hver veit nema ég fái mér par.
Anna hendir inn myndum von bráðar og kannski ferðasögum frá LA, San Fran, Pacific Coast Highway og fleiri stöðum sem við erum búin að heimsækja (bara 47 eftir).
Hress.

4 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Já, það er ekkert mál eftir að Anna bannaði Grími að vera með gullarmbandið, sem hann keypti með okkur á Costa del Sol.

Viddi.

11:53 AM  
Anonymous Anonymous said...

Að ógleymdu fílabeinshálsmeninu (sem allir sem voru á Lignano ´87 þekkja).
Grímur þú ert flottastur!

Þín mágsa.

1:36 PM  
Anonymous Anonymous said...

Yndislegar fyrirsagnir á blogginu, "Húsmóðirin tekur völdin", "Upprisinn" og svo gerist ekkert í 3 ár á milli. Hvaða fyrirsögn kemur í næsta bloggi í mars 2007? "Kominn á fullt í blogginu" eða "Hressari í blogginu en nokkurn tíma fyrr"?

Viddi.

2:16 PM  
Anonymous Anonymous said...

Ég hélt reyndar að þetta hefðu verið skeljahálsmen, en ef Boddí mín segir fílabein þá er þetta fílabein.

Viddi.

12:19 PM  

Post a Comment

<< Home