Amerískur borgari

Bandarískum ríkisborgurum mun fjölga á næsta ári um að minnsta kosti einn því von er á öðru Grímsbarni. Áætlaður komutími barnsins er 28.mars 2007 og meðgangan því komin 14 vikur áleiðis. Það ríkir að sjálfsögðu mikil gleði og spenna yfir þessu öllu saman. Við erum búin að fara í heimsókn á spítalann þar sem barnið mun fæðast og komin með lækni sem við munum hitta einu sinni í mánuði og kemur svo til með að taka á móti barninu. Þess má til gamans geta að þessi ágæti læknir, Dr. Eckert, tók á móti gleðipinnanum Gunnari Magnúsi fyrr á árinu. Ekkert er sem sagt kona og afskaplega yndæl. Við getum einnig sagt frá því nú að væntanleg koma barnsins var ein meginástæða þess að við fluttum okkur til Seattle en tryggingamál varðandi meðgöngu og fæðingu eru mun betri í Whasington en í Californiu.
Kveðja í bili frá familí Sigurdsson.
19 Comments:
Til hamingju enn og aftur elsku family Sigurdsson - þetta er sannkallað Grímsævintýri!
Þetta er flott týpa ; )
Já það er spurning um að fá sér borgara...
Knús,
Boddí.
HOLY CRAP!!
Til hamingju Anna og Grimsi!!
Ekki spurning ad vid thurfum a fleiri islendingum herna i america
jenny klara
Til hamingju family Sigurdsson, þetta er nú bara yndislegt. Hvernig er það, eru amerísku klósettin betri en þau íslensku eða slappstu kannski við klósettskoðanir núna ;)?
Hlakka til að heyra meira
kveðja
Blásala pakkið
Ohh en frábært, innilega til lukku!
Vonum að öllum líði vel,
kveðja
Helga og co
Til hamingju innilega,
kær kveðja frá Hervöru
Til hamingju!!!
Þetta er rosalega spennandi.
Ástarkveðjur,
Anna og Palli
Innilega til hamingju með þetta. Hlakka til að fá leikfélaga fyrir Árna Pétur í Grænumýrina. Ætli þetta verði strákur?? Alltaf traust að skíra hann Ólaf Ragnar.
Kv. Erla Kristín.
Til hamingju með tilvonandi litla barnið
kv
maria, villi og jóhann Þór
Hey, æðislegar fréttir. Innilega til hamingju með væntanlegt kríli. Hvað segir HH við þessum fréttum, er hún ekki rosa spennt?
kv. Sibba
Innilega til hamingju Anna,Grímur og Hrafnhildur Hekla - þetta eru frábærar fréttir!!
Ástarkveðjur
Kristín og Andri
Hæ hæ hæ elsku þið öll!!
Hjartans hamingjuóskir með litla krílið!! Kippir greinilega í kynið og ullar á fyrstu mynd =0) Tær snilld! Gangi ykkur vel elskurnar.
Jejjj! Eruð þið ekki til í að flýta samt um einn dag þannig að ég fái krógann í afmælisgjöf??? Það myndi spara mér mikið vesen að þurfa ekki að punga út einu svona sjálf... Bara beint í tvítugsafmælisgjöf!!!
Látið mig vita...
Ykkar einlæg.
Innilega til hamingju. Þetta eru frábærar fréttir.
Þverholtið biður að heilsa
kv
alexander
Innilega til hamingju
Knús
Birna Ósk
Innilega til hamingju
Knús
Birna Ósk
Til hamingju elsku Anna og Grímur.
Kær kveðja.
A.J.
Líka til hamingju elsku
Hrafnhildur Hekla.
Bestu kveðjur.
A.J.
Til hamingu Gamli swingur og Mrs. Sigurdsson! Það er sprengikraftur í kallinum.
Kveðja,
Gummi.
Þetta eru frábærar fréttir elsku Anna, Hressi og sæta Hrafnhildur Hekla. Þið eruð ótrúlega öflug, fyrst gifting og svo bara baby. Hafið það öll sem allra best, þúsund kossar frá Lúx,
Berglind
Post a Comment
<< Home