Friday, September 22, 2006

Fyrsti í afmæli

Hrafnhildur Hekla fékk að halda upp á afmælið sitt í leikskólanum í dag því á morgun, afmælisdaginn, er frí. Foreldrarnir komu klukkan ellefu og sögðu sögur af því hvað hún hefði gert fyrstu þrjú ár ævi sinnar og sýndu myndir. Krakkarnir virtust voða spenntir og sungu svo fyrir hana afmælissönginn. Eftir mat átti hún svo að fá að bjóða krökkunum upp á eitthvað gott. Húsmóðirinn hélt að hún væri að gera mjög gott mót með því að baka í stað þess að kaupa tilbúið. Það var því hent í rice crispies fyrir liðið og Hekla mjög sátt og hlakkaði mikið til að gefa kökurnar (ekki svo oft sem hún hlakkar til einhvers á leikskólanum!). Þegar kom svo að því að bjóða upp á heimagerðu kökurnar kom í ljós að gleymst hafði að láta vita að það er bannað að koma með að heiman, verður að vera innpakkað þegar börnin fá góðgætið í hendur. Það gæti einhver sett eitthvað út í kökurnar. Greyið litla skildi ekki mikið í þessari reglu og var vægast sagt vonsvikin að mega ekki bjóða nýju vinunum sínum upp á kræsingarnar. Svona fær maður það í hausinn að vera myndarlegur! Kökurnar verða bara á boðstólnum á morgun, þ.e. það sem eftir er af þeim.














Nokkrir litlir grísir á leikskólanum, í afmælishringnum hennar Heklu.














Vinirnir, strákurinn í röndótta bolnum er sá fyrsti sem hefur verið kallaður "vinur minn" hérna af Heklu og sæta stelpan næst okkur bauð henni heim til sín á sunnudaginn og er alltaf rosa góð við hana.














Krys (dáldið spennt..) og krakkarnir. Krys er rosa góð og helsta ástæðan fyrir því að Hrafnhildur Hekla vill vera á leikskólanum.














Pabbinn segir sögur af Heklu.















Með afmæliskórónuna að borða sænskar kjötbollur með strákunum (setti hana aðeins upp fyrir þessa einu myndatöku, neitaði annars að bera kórónuna).

7 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Til hamingju með Hrafnhildi Heklu.

En hvað þetta eru sætar myndir.

Ástarkveðjur frá LA (borginni Gunni),
Anna Þorbjörg

8:07 PM  
Anonymous Anonymous said...

klukkann er korter yfir 12 :D og það þýðir að hekla sætasta frænka i geimi á afmæli í dag ;D hafðuu það sem allra best afmæliisbarn ;D heyri í ykkur svo ;)
leiðinlegt með kökurnar :S

kv. adda anna ;*

12:22 AM  
Anonymous Anonymous said...

Innilegar afmælisóskir elsku
Hrafnhildur Hekla okkar.
Hafðu það ætíð sem allra best.
Kökurnar góðu koma sér vel í dag.
Kær kveðja.
Þín amma og afi
Selbraut.

3:49 AM  
Anonymous Anonymous said...

Elsku Hrafnhildur Hekla!
Til hamingju með 3ja ára afmælið, vildum óska þess að geta vera hjá þér í dag ;o)

Knús,
Adda Mæja og Davíð

4:06 AM  
Anonymous Anonymous said...

Elsku sæta Hekla okkar, til hamingju með afmælið. Rosa gaman að sjá myndir af leikskólanum þínum og hlakka til að sjá fleiri myndir af þér. Við söknum þín voða voða mikið.

Koss og knús
þinn vinur Davíð

1:54 PM  
Blogger Fjölskyldan Barðaströnd 4 said...

Elsku besta Hrafnhildur Hekla.

Til hamingju með 3 ára afmælið þitt.
Fullt af afmæliskossum frá kaliforníu.
Þú getur kannski sýnt okkur afmælisgjarniar þínar í tölvunni í kvöld!

Biðjum að heilsa foreldrum þínum.
Hildarnar og Viðararnir í Stanford.

2:13 PM  
Anonymous Anonymous said...

Til hamingju með afmælið elsku Hrafnhildur Hekla. Vonandi eignastu marga nýja vini í leikskólanum:)

-Fjölskyldan á Melabraut 40!

4:50 PM  

Post a Comment

<< Home