Útskrift úr undirbúningsnámskeiði
Undirbúningsnámskeiði fyrir LL.M. prógrammið lauk fyrir um tveimur vikum. Að venju var mikið um dýrðir við útskrift og má segja að endahnúturinn hafi verið bundinn með pompi og prakt. Samtímis byrjaði LL.M. prógrammið formlega.
Því miður var ég ekki með myndavél meðferðis í veislunni, en góðvinur minn, Salahoddin Aryapur (frá Afganistan) var svo elskulegur að senda mér myndir úr veislunni. Hann sendi mér einnig mynd af sjálfum sér, ef ég skyldi ekki vita hver sendi mér myndirnar. Læt þær fylgja með.
Að síðustu er birt getraun októbermánaðar, en hún felst í að finna undirritaðan á formlegri útskriftarmynd undirbúningsnámskeiðisins. Verðlaunin eru að venju eins mánaðar dvöl í Davis.
Njótið vel, og innilegar þakkir fyrir hlý orð í minn garð í tilefni uppáferðarinnar.
G.



Því miður var ég ekki með myndavél meðferðis í veislunni, en góðvinur minn, Salahoddin Aryapur (frá Afganistan) var svo elskulegur að senda mér myndir úr veislunni. Hann sendi mér einnig mynd af sjálfum sér, ef ég skyldi ekki vita hver sendi mér myndirnar. Læt þær fylgja með.
Að síðustu er birt getraun októbermánaðar, en hún felst í að finna undirritaðan á formlegri útskriftarmynd undirbúningsnámskeiðisins. Verðlaunin eru að venju eins mánaðar dvöl í Davis.
Njótið vel, og innilegar þakkir fyrir hlý orð í minn garð í tilefni uppáferðarinnar.
G.




11 Comments:
Salahoddin er ekkert smá hot...
Þú ert þybbni náunginn í bankastjórafötunum í þessu grímurbúningapartíi.JKS
Við hliðina á þessum með sprengiefnið innan á sér.
Þetta virðist vera samheldinn hópur. Ætla allir að halda ræðu í brúðkaupinu þínu?
Viddi.
Ég myndi reyna að vingast við þennan í mjallhvíta dressinu. Hann gefur þér kannski fljúgandi teppi í jólagjöf.
Tókst þú hópmyndina af stóra hópnum eða ert þetta þú sem lítur út fyrir að vera að drukkna í öftustu röð?
Viddi.
Eitthvað held ég að þeim finnist þú nett flippaður gaur!!!
Þín mágsa, B.
Þú ert greinilega á bakvið þennan í hvítu buxunum í fremstu röð. Hann reynir sitt besta svo sjáist enn betur í þig. Hnébeygja og hvaðeina.
EEÞ
Eða er Valtýr Björn á öxlunum á þér í brúna frakkanum, þriðji frá hægri í fremstu röð?
Viddi.
Þú þarft eitthvað að endurskoða outfittið ég held að GK-stylið sé ekki alveg að skila sér (reyndar er þetta trend alveg komið úr týsku hérna heima ;), appelsínugula skyrtan hans villa svo sem líka en hann vill nýta það sem hann kaupir dýrum dómum, þannig að stoppskyrtan verður notuð áfram). Verð að segja að þessi ashmir kashmir vinur þinn er svaka handsome. Ef ekki væri fyrir kóraninn sæi ég ekkert í fljótu bragði sem gæti fengið mig ofan af því að hverfa á vit ævintýranna með honum og þó kannski sú staðreynd að lestur bókarinnar Bóksalinn frá Kabúl er mér enn í ferksu minni ...
Það væri líka fínt að heyra hverjir náðu enskuprófinu og fengu að halda áfram!
Til hamingju með múttu ; )
B.
Ég vil meira blók, meira blók!
L&R,
Anna
Hvað er í gangi með þessa síðu???
Yours, B.
Post a Comment
<< Home