Wednesday, October 18, 2006

Meira blók og myndir

Nú er kominn tími á nýjar myndir og með því. Fyrstu gestir frá Íslandi eru komnir og farnir, Grímur á fullu í skólanum og Hrafnhildur Hekla heldur áfram að berjast á sínum stað. Ég fékk þær fréttir í dag að hún hefði talað í fyrsta skipti á leikskólanum, var í einhverjum leik og sagði red og blue. Þetta er bara allt að koma! Svo er ég bara luxury kelling sem fer á kaffihús, í búðir, á róló, þvæ þvott og elda mat.
Hrafnhildur Hekla er búin að fá sér búning fyrir laugardaginn því þá förum við í graskersboð. Við hjónin skildum því miður Hörpu og Stinna eftir heima en hljótum að finna einhverjar kollur.
Hér eru svo nokkrar myndir frá síðasta mánuði.

Hrafnhildur Hekla fékk þetta barbie hjól í afmælisgjöf frá ma&pa.

Úfin og sæt að opna afmælispakkana sem biðu hennar við rúmið.

Hrafnhildur Hekla og Arndís Gunnarsdóttir, vinkona hennar.

Fórum í partý eitt kvöldi og Hrafnhildur Hekla sagði þegar hún vissi hvert hún væri að fara að hún yrði að fara í bæinn fyrst og kaupa sér nýjar gammósíur og gloss fyrir kvöldið. Ef það er önnur stelpa á leiðinni verður pabbinn að fá sér aukavinnu, það er ekki hægt að reka þrjár svona.

Fyrsta klippingin í Ameríku.

Reyndum að sýna ömmu, afa og Magnúsi helstu staði borgarinnar þegar þau komu í heimsókn. Eigum að vísu eftir að fara í nálina. Hrafnhildur er búin að lofa að halda í höndina á ömmu sinni.

Fórum út að borða í tilefni hálfrar aldar afmæli ömmu gömlu.


Í tennis með pabba á campús.

Og litli kútur sem Hrafnhildur tuskar til alla daga en vill vera svo góð við.

9 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Hæ kæra fjölskylda!
Takk fyrir afmæliskveðjuna. Við sendum síðbúnar afmæliskveðjur rakleiðis tilbaka til litlu tískuverunnar.
Inga er ekki komin með fasjón-sensið ennþá, hún er mest að velta því fyrir sér þessa dagana af hverju fólk er með rasskinnar.
Það er aldeilis gaman að fylgjast með brallinu hjá ykkur Ameríkuförum.... Tíminn er samt svo fljótur að líða að þið verið komin heim áður en maður nær að snúa sér við.
Hlýjar kveðjur frá annars hrollköldu Íslandi... sem stendur algjörlega undir nafni þessa dagana
kv.Addý et al.

2:11 AM  
Anonymous Anonymous said...

Það er gaman að sjá hvað Hrafnhildur Hekla fékk flott hjól
í afmælisgjöf.
Ánægjulegt að horfa á myndirnar.
Hlýjar kveðjur.
A.J.

4:33 AM  
Anonymous Anonymous said...

Það er gaman að sjá hvað Hrafnhildur Hekla fékk flott hjól
í afmælisgjöf.
Ánægjulegt að horfa á myndirnar.
Hlýjar kveðjur.
A.J.

4:33 AM  
Anonymous Anonymous said...

Vá en flott hjól, sæmir vel svona prinsessu :) Það væri nú alveg gaman að sjá nokkrar myndir af þér líka Anna! Stutt í að HH verður farin að blaðra allt á ensku.

5:05 PM  
Anonymous Anonymous said...

Tekst henni að skilja eftir comment? Alla vega, takk fyrir spjallið um daginn Amín. Söknum ykkar mikið. Kv. Ed´s

5:26 PM  
Anonymous Anonymous said...

Skemmtilegar myndir.

HH er algjör dúlla.

Knús,
Anna Þorbjörg

1:36 AM  
Anonymous Anonymous said...

Þetta lítur allt saman mjög vel út hjá ykkur. Endlega setjið inn fleiri myndir. Fer maður svo ekki bráðum að sjá smá bumbumyndir Anna?
Kv. Erla Kristín

3:20 AM  
Blogger Fjölskyldan Barðaströnd 4 said...

Elsku Hrafnhildur Hekla.

Segðu mömmu þinni og pabba að ég vilji fá að sjá fleiri myndir af þér - og eina í Halloween búningi!

Knús,
Boddí frænka.

2:22 PM  
Blogger Fjölskyldan Barðaströnd 4 said...

Amín mín mín, koma svo!!!!!!!!!

Bozzí.

9:07 PM  

Post a Comment

<< Home