Wednesday, November 22, 2006

Sónar og síðustu dagar

Þessi færsla er nokkrum dögum fyrr á ferðinni en tölfræðimynstur doktorsins segir til um en ég ákvað að skjóta inn nokkrum velvöldum myndum núna.

Við fórum í sónar fyrir nokkrum dögum og allt kom glimrandi vel út. Grímur gerir athugasemdir í hvert skipti sem við förum í sónar varðandi tímann sem ég eyði í að púðra á mér nefið fyrir brottför, en það er gaman að segja frá því að sónarmennirnir eru hinir myndarlegustu piltar á mínum aldri. Þeir eru ekki mikið fyrir að gefa út nákvæmar dagsetningar um komu barnsins, segja okkur bara að búast við því um mánaðamót mars/apríl.

Á föstudaginn fengum við Arndísi í næturheimsókn. Litlu vinkonurnar voru bara brattar og vildu gista saman í gestarúminu.

Ég hélt að það myndi aldrei ganga upp en þarna sváfu þær alla nóttina eða þangað til Arndís kallaði á mig kl 7 og sagði mér að nóttin væri búin og kominn nýr dagur.

Á laugardaginn vorum við svo boðin í jólamat til Jóns Bjarna og Magneu. Það var voðalega huggulegt en mér fannst leiðinlegt að þau reyndu að eitra fyrir mér og Maríu með diet kóki, best before 25.08.2005.

Litli kúturinn okkar sem er bráðum að fara til Íslands var líka hjá JB&M, bara nokkuð hress eins og venjulega.

Á sunnudaginn fórum við svo á framandi slóðir en þá var okkur boðið í mat hjá tveimur af afgönsku vinum hans Gríms. Þetta var ansi magnað og skemmtilegt og þeir buðu okkur upp á þjóðarrétti Afgana, hrísgrjónarétt, pasta, baunir, lambakjöt og kjúkling. Þeir voru í rúmlega 3 klukkutíma að elda þetta og lögðu sig alla í þetta. Grímur sagði þeim að hann hefði alltaf haldið að það tæki bara 20 mín að sjóða pasta og hrísgrjón.

Afganarnir voru mjög hrifnir af Hrafnhildi Heklu og annar þeirra teiknaði mynd af henni á meðan hún borðaði. Hann sagði að hún yrði pottþétt fjórða Miss World sem Íslendingar myndu eignast!

Hrafnhildur teiknar mynd af Afgananum. Henni hefur farið gífurlega fram í að teikna og skrifa síðan hún kom hingað. Eins og sést er þetta kall og hún skrifar M, B, A, S, G, E, H, I, O, D...út um allt og á alla pappíra sem hún finnur.

Annars er litla kellingin miklu hressari í leikskólanum þessa dagana og farin að sletta dáldið sem við erum bara ánægð með, amk ennþá.

Grímur er líka hress í sínum skóla, er nú á lokasprettinum og fer í jólafrí 15.des. Afganarnir sendu honum þessa mynd sem var tekin af þeim félögum fyrr í haust. Ég fór í fyrsta tímann í enskunámskeiðinu mínu í gær, er með nokkrum Kínverjum, Japönum, einum Eþíópíubúa og einum Írana. Nú fer misskilningurinn að byrja hjá mér.

Á morgun er það svo Thanksgiving. Förum í mat með 10-15 öðrum Íslendingum og allir skaffa eitthvað. Við sjáum um sósu, salat og sætar.

Gott í bili, AB

6 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Mér þykir leitt að segja þér það, en ég er hrædd um að þú gangir með bjúga Anna mín... :S

7:23 AM  
Anonymous Anonymous said...

Alltaf gaman að sjá myndir af
fjölskyldunni.Afganarnir voru
ekki svo lengi að elda fannst
mér.Gangi ykkur vel að búa til
s.s.s. fyrir Thanksgiving og
góða skemmtun.
A.J.

10:42 AM  
Anonymous Anonymous said...

Grímur, það mætti halda að það sért þú sem ert óléttur.

5:19 PM  
Anonymous Anonymous said...

Gaman að sjá myndirnar... þó birtingin hafi náttúrulega kollvarpað allri tölfræði. Þið fjölskyldumeðlimir lítið nú alveg sérlega vel út. Klæðir móðurina vel að vera gravíð.
kv.
Addý ( þó ekki Önnumóðir)

3:13 PM  
Anonymous Anonymous said...

Ohhh, en gaman að sjá myndir og færslu hjá ykkur. Mér hlýnar um hjartarætur.

One love,
Anna Þorbjörg

8:41 AM  
Anonymous Anonymous said...

Ok, djók. Nú skil ég myndina...

3:07 AM  

Post a Comment

<< Home