Friday, December 22, 2006

Farin í jólafrí

Erum á leið til Californiu eftir nokkar mínútur þar sem við ætlum að eyða jólum og áramótum í faðmi Borghildar, Viðars og fjölskyldu. Við viljum óska ættingjum og vinum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári og þakka fyrir öll jólakortin sem við höfum fengið, en við sendum út um áttatíu kort og erum búin að fá fjögur.

kveðja, Grímur, Anna og Hrafnhildur Hekla

7 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Elsku vinir í U.S.A!
Sendum okkar bestu óskir um gleðileg jól í faðmi fjölskyldumeðlima í Californíu. Vonum að prófþreyttir nái að kýla vömbina og hvílast vel.
Reynt hefur verið að senda jólakort via email til húsbóndans. Sjáum hvort það skilar sér
kveðja
Gummi, Addý og Inga

3:43 PM  
Anonymous Anonymous said...

Elsku Hressi, Amí(e)n og HH. Gleðileg jól og bestu þakkir fyrir (hálfa) árið sem er að líða. Eiki fékk enga skötuveislu á Þolláki í þetta sinn enda vantaði aðalkallinn (Siggi hefur væntanlega flautað skötuveisluna af???).

Heyrumst á nýju ári. Kv. Ed´s

5:47 PM  
Anonymous Anonymous said...

Gleðilega hátíð og takk fyrir kortið. Því miður berast engin kort frá mér þetta árið (sökum anna og almennrar drykkju í öllum frístundum)

líf og fjör
alexander lapas

5:20 AM  
Anonymous Anonymous said...

Hressi minn. Innilega til hamingju með daginn, vona þið hafið það gott í sólinni. Rigning og rok hér en mun víst viðra vel til loftárása á gamlárs. Fara ekki bráðum að birtast einhverjar bumbumyndir hér? (Og þá meina ég af Amín).

Bestu kveðjur,
E

4:14 PM  
Anonymous Anonymous said...

Já, til hamingju með afmælið Grímur og gleðileg jól öll sömul. Takk fyrir allt gamalt og gott og allt það...

Þið fáið jólakort frá mér um leið og ég á einhver börn til að monta mig af :)

Ástarkveðjur,
Anna Þorbjörg

7:09 AM  
Anonymous Anonymous said...

Jæja, eru ekki jólin búin og svona?

Kv.
Edda

11:57 AM  
Blogger Fjölskyldan Barðaströnd 4 said...

Þið eigið ekki að vera að senda ókunnugu fólki jólakort.

Viddi.

9:33 PM  

Post a Comment

<< Home