Wednesday, January 10, 2007

Myndaannáll frá jólum

Búin að tæma myndavélina frá Californiuferðinni og ætla henda nokkrum inn ef ske kynni að einhver skoði ennþá þessa síðu. Ferðin var mjög hugguleg í alla staði ef við sleppum flugferðinni á leiðinni til Seattle þar sem ég hélt að þessu væri lokið. Við skruppum í stuttar dagsferðir frá Palo Alto, borðuðum góðan mat og höfðum það gott. Hrafnhildur Hekla stóð við orð sín og hætti með snuddu. Hún var búin að segjast ætla hætta um jólin þegar hún myndi hitta frændsystkini sín, á aðfangadagsmorgun vaknaði hún og spurði hvort jólin væru komin, gekk að ruslafötunni og henti uppáhaldinu. Ég hélt að þetta myndi aldrei gerast því hún var sérlegur snuddufíkill og fékk sér sog á hlaupum ef hún sá henni bregða fyrir.
Nú er lífið að komast í fastar skorður á ný, Grímur og Hekla byrjuð aftur í skólanum, byrjaði að snjóa í dag og undirbúningur fyrir nýja fjölskyldumeðliminn að fara af stað. Mér skilst að við höfum upplifað einhvern þann súrasta vetur veðurfarslega séð í Seattle í manna minnum. Ég geri ráð fyrir að leikskólar og annað verði lokað á morgun og allt fari í steik hjá Kananum.
Hvað áramótagetraun Gríms varðar hef ég enn ekki komist að því hvert svarið er en ég held að þetta sé í beinu framhaldi frá fyrra heiti og tengist því að hann ætlar ekki að gera neitt sem honum þykir leiðinlegt á árinu. Gleðilegt ár, Anna

Börnin í Barnes Court á aðfangadag.

Fullorðnir í Barnes Court á aðfangadag.

Það fór aðeins fyrir gjöfum þarna á gólfinu.

Afmælisdagur Gríms, skelltum okkur í mini-golf og svo á Cheescake. Því miður gleymdist myndavélin þá en afmælissnúðurinn fékk að sjálfsögðu ís með stjörnuljósi sem mágsa hans pantaði.

Tvö eins.

Önnur tvö eins.

Rúmlega 6 mánaða bumba þarf ekki að vera fyrirstaða.

Tennur í verðlaun fyrir góðan árangur.

Sætar frænkur í vísindasafni í San Jose.

Tyrkinn klár á gamlárs.

Sódavatn-e systur á góðri stund eftir sósugerð. Þess má geta að önnur þeirra hefur getið sér gott orð í módelbransanum og er með öll helstu trix á hreinu.

Þær einu sem höfðu pláss fyrir eftirmatinn.

Hildur Theodóra og Gimmi frændi.

Komin heim til Seattle. Hrafnhildur klæddi sig sjálf og réði algjörlega ferðinni. Mér skilst að ég geti lítið sagt og barnið erfi þetta trúlega frá mér. MACið mitt er í hættu og hún heimtar bara Björgvin Halldórsson á fóninn. Þó líði ár og öld getur bætt upp öll leiðindi.

Hún stjórnaði ferðinni líka þarna og valdi þennan búnað til að fara út og leika í snjónum fyrir kvöldmat.

Mjög ánægð með snjóinn og spennt að vita hvort það verði frí á morgun í leikskólanum.

13 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Hekla er náttúrulega snillingur og kann sko að klæða sig :)

Sérlega fallegar myndir allt saman. Takk fyrir þær.

Missjú, Malí.

6:11 AM  
Anonymous Anonymous said...

Jújú hér er fylgst með ferðalöngum!
Hvernig var það annars, hvernær er ráðgerður komudagur nr.2? Og hvernær er ráðgerður komudagur til Íslands ;)
kveðja úr snjóríkinu
Addý og rest

6:44 AM  
Anonymous Anonymous said...

Gaman að sjá svona skemmtilegar myndir, Hrafhildur bara sæt og fin með Mínu-eyrun. Maður verður náttúrulega að dressa sig upp fyrir strákana þú skilur.
Við erum að spá í að kíkja út í snjóinn, svona áður en hann fer... eins gott að njóta súra veðursins á meðan það varir, því að ég hef heyrt að sumarið verði FRÁBÆRT!!!

9:55 AM  
Anonymous Anonymous said...

Áætlaður komutími barnsins er í lok mars, þeir eru ekki að stressa sig á nákvæmum dagsetningum en 28.mars er sá tími sem var gefinn upp fyrst og áætlaður komutími stórfjölskyldunnar til Íslands er um miðjan júní.

AB

1:18 PM  
Blogger Fjölskyldan Barðaströnd 4 said...

MMMmm, eitthvað gæti ég hugsað mér að grípa í einn "marenge" topp núna.., myndi gera góða hluti fyrir mig hérna á safninu.
Stefnan annars sett á Lake Tahoe um helgina. Aðeins að kíkja á snjóstemmninguna.
Miss U a lot,
Sóda-siss.

6:07 PM  
Anonymous Anonymous said...

Hej Anna,fer reglulega inn á síðuna þó svo ég kommenteri ekki en það er alltaf gaman að skoða myndir af ykkur. Verð bara að segja að þú lítur svakalega vel út.
Á við sama fatavandamál á þessu heimili, prinsesse Maria vill helst vera í bleikum Barbiekjól alla daga.

Hlakka til að hitta ykkur öll í sumar, við komum til landsins mánaðarmót jún/júl.

Helga

3:04 AM  
Anonymous Anonymous said...

Grímur, þú náðir alveg rétta andartakinu á myndinni þinni "Fullorðnir í Barnes Court á aðfangadag". Baksvipurinn á Heklu, Lúlla og the Slave fanga athygli áhorfandans og ég tala nú ekki um sérdeilis flotta pósu hjá Önnunum þremur. Boddíið nær líka góðum vanga þarna.
VL er eiginlega sá eini sem er alveg út úr kortinu að þykjast vera að spila á píanó með einni hönd.
Er ekki frá því að þetta geti orðið "BESTA MYNDIN" í Séð og Heyrt.

Alúð.

8:09 AM  
Anonymous Anonymous said...

Anna mín, takk fyrir afmæliskveðjuna á sunnudaginn.

Kv.
Edda

7:06 AM  
Anonymous Anonymous said...

Á ekkert að fara að setja inn fleiri myndir Anna mín???
Kv. Erla Kristín

1:10 AM  
Anonymous Anonymous said...

Rosalega lítur þú vel út Anna.. gaman að fylgjast með ykkur í Ameríkunni, kveðja Erla Dögg

11:55 AM  
Blogger Fjölskyldan Barðaströnd 4 said...

Hæ sæta fjölskylda.
Annsa pannsa smella nokkrum bumbumyndum!!!!!
þín siss í Calí.

2:20 PM  
Anonymous Anonymous said...

Þær eru bara því miður ekki til, sjáum hvað við getum bætt úr því. Tölvan komin í lag svo það er aldrei að vita nema ein lítil færsla eigi eftir að detta inn á næstu dögum eða mánuðum.

AB

4:20 PM  
Anonymous Anonymous said...

Vei vei, það er svo gaman að fylgjast með ykkur í Ameríkunni.

Kveðja
HB

2:16 PM  

Post a Comment

<< Home