Thursday, February 15, 2007

Viltu raka á honum hárið?

Grímur dró okkur mæðgur áðan út að borða í tilefni dagsins, og endaði ferðina inni í tóbaksbúð, sem er nú ekki frásögur færandi. Afgreiðslumaðurinn var af múslimsku bergi brotinn og virtist mjög hrifinn af Hrafnhildi. Gefum honum orðið:
"Who is this pretty girl?"
Grímur: "Hann er að segja hvað honum finnst þú falleg stelpa".
Afgreiðslumaður: "Can I keep her?"
Grímur: "Hann er að spyrja hvort hann megi eiga þig!"
Afgreiðslumaður: "Do you wan´t to stay with me here?"
Grímur: "Hann er að spyrja hvort þú viljir raka á honum hárið".

Annars þakka ég fyrir afmæliskveðjurnar sem ég hef fengið í dag, gjafir og símtöl. Mér þykir afar vænt um þetta allt saman, komin á þennan aldur, alein og vanfær lengst úti í heimi.

Anna

8 Comments:

Anonymous Anonymous said...

til hamingju með daginn!!! Gaman að sjá að þú hefur tekið til við bloggið aftur alltaf gaman að lesa þetta. Sé að Hrafnhildur er orðin nokkuð lunkin í skriftinni. Er einmitt búin að vera með Jonny í stífum æfingarbúðum. Hann gjörsamlega hatar lestrarbókina en finnst skemmtilegra að skrifa. Við rífumst eins og hundur og köttur og mútum hvort örðu með lesnum bls í lestrarbókinni. Annars er lítið að frétta við erum búin að setja á sölu íbúðina, nokkrir búnir að skoða en engin tilbud ennþá. Höfum ekkert fundið en líklegt að það verði nálægt LE GOD (jóa bror).
Biðjum að heilsa litla skottinu og hlökkum til að fá fréttir þegar sigurður junior lítur dagsins ljós. Ég er alveg sannfærð um að þetta sé strákur :) Am I right?? hehe
Hilsen
MS Lapas

12:39 PM  
Anonymous Anonymous said...

Tvær færslur....það er aldeilis rykkt af stað aftur! Alltaf gaman að lesa nóteringar fjölskyldumeðlima. Tek undir komment í fyrra bloggi þ.e. til hamingju með afmælið..... er líka hjartanlega sammála kommenturum með hina þunguðu konu. Þú lítur bara frábærlega út Anna mín. Bið að heilsa þér og þínum.
kv.
Addý

3:12 PM  
Anonymous Anonymous said...

Elsku Anna mín!
Hugsaði fullt til þín á afmælisdaginn en það er víst ekki nóg :=) Vona að þú hafir það sem best og hlakka til að fá ykkur aftur í Grænumýrina.
knús
Birna Ósk

8:48 AM  
Blogger Unknown said...

Gott að vita að Grími gangi vel með enskuna. Ég vissi alltaf að þetta kæmi.

Gunni mágur (e. seagull).

6:57 PM  
Blogger Fjölskyldan Barðaströnd 4 said...

Meiri bumbmyndir elsku siss!
Grímur hvað er svo með þig og bloggið???

1:51 PM  
Blogger Fjölskyldan Barðaströnd 4 said...

Hvort kann Grímur ekki ensku eða var hann að sprella í dóttur sinni?

Svarar þessi spurning sér kannski sjálf?

Viddi.

3:13 PM  
Anonymous Anonymous said...

Tja..do you wan´t to stay with me here eða do you wan´t to shave my hair? Ég held að hann heyri kannski ekki svo vel. En hvernig datt honum í hug að maðurinn væri að spyrja barnið að þessu!

AB

8:28 PM  
Blogger Fjölskyldan Barðaströnd 4 said...

Sakna þess að sjá myndir af ykkur!!!
Ykkar B.
P.S. Hvað er annars málið með "Desperate" þessa dagana???
P.S.S. Hvernig gengur prófið mágsi minn?

12:26 PM  

Post a Comment

<< Home