Friday, March 30, 2007

Arndís Áslaug Grímsdóttir

Miðvikudagskvöldið 28.mars kl 20:51 fæddist litla skottan okkar. Hún var 51 cm og 14 merkur og fæðingin gekk nokkuð vel fyrir sig. Við fórum upp á spítala kl 10 um morguninn til að kanna hvort eitthvað væri í gangi. Þá var ekki aftur snúið, vatnið farið og 4 í útvíkkun. Mamma og pabbi rétt náðu í hús, fengu fimm tíma svefn og svo hent í barnapössun. Litla kelling fór síðan frekar hægt í þetta allt saman og var að dóla sér að pína mömmuna fram yfir kvöldmat þegar mátti fara að koma henni út. Hún er náttúrulega alveg yndisleg, sefur, drekkur og kúkar en verður reið þegar eitthvað er ekki eins og það á að vera. Það virðist samt vera tiltölulega auðvelt að gera henni til hæfis, gefa henni brjóst. Hrafnhildur Hekla er mjög ánægð að vera stóra systir, vill stöðugt vera hjá henni en er ekki alveg með takmörkin á hreinu og búið að reyna á ýmislegt síðastliðinn sólarhring frá því við komum heim af spítalanum. Áður en við yfirgáfum sjúkrahúsið var bandaríski ríkisborgarinn nefndur Arndís Áslaug í höfuðið á uppáhalds ömmunum. Hér eru svo nokkrar myndir frá fyrsta sólarhringnum.

Ekki aftur snúið, mætt í sloppinn og til í átökin.

Andað í símann í gegnum eina netta hríð, Borghildur á línunni, stödd á Hawai með kampavínsglasið. Ólíkt hafast þær systur að.

Fyrsta myndin með ma&pa saman.

Alveg eins og Hrafnhildur Hekla þegar hún var skrúbbuð fyrst. Þær eru mjög líkar systurnar en Arndís Áslaug er með töluvert dekkra hár.







Komin heim til stóru systur, þær eru ekki alveg í sömu stemmningunni.

18 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Til hamingju með þetta fallega nafn fröken Arndís Áslaug. Nú er eins gott að foreldrarnir standi sig í að blogga og skella inn myndum.

Kv.
Edda

4:40 PM  
Blogger Solla said...

Innilega til hamingju með stúlkuna og nafnið, bæði hún og nafnið eru gullfalleg :)

Hlakka til að sjá ykkur, vonandi verður það á morgun.

Solla
p.s. Nú held ég að Arndís Dúna verði ánægð með nöfnuna sína.

4:47 PM  
Anonymous Anonymous said...

Elsku Arndís Áslaug.

Innilega til hamingju með fallega nafnið þitt :) Þú ert ekkert smá falleg dama, alveg ótrúlega lík stóru systur þinni.

Við getum ekki beðið eftir að hitta þig í eigin persónu í sumar :)

Hafið það sem allra best. Knús og kossar, Malí og Gunnar Magnús.

7:06 PM  
Anonymous Anonymous said...

Elksu fjölskylda TIL HAMINGJU!!
það er ekki hægt annað en að segja að þið búið til gullfallegar stúlkur... steypið bara í sama mót. Ég meina; ef það virkar af hverju þá að laga það...

Hlakka til að sjá ykkur öll og fá að máta gullmolann.

kv. Erna og hennar hyski

11:35 PM  
Anonymous Anonymous said...

Til hamingju með litlu systur Hrafnhildur Hekla. Arndís Áslaug er mjög fallegt nafn á litlu prinsessunni.

Grímur og Anna! Innilega til hamingju. Þetta eru gleðifréttir. Við erum glöð að allt gekk vel og öllum heilsast vel.

Hafið það sem allra best,
kveðja
María, villi og Jóhann Þór

4:14 AM  
Anonymous Anonymous said...

Innilega til hamingju öll fjögur! Arndís Áslaug er gullfalleg, þið kunnið þetta :=)
Hlakka til að fá ykkur heim
Birna Ósk

4:45 AM  
Anonymous Anonymous said...

Til hamingju með allt saman kæra fjölskylda, kveðja Erla og co

5:57 AM  
Blogger Unknown said...

Elsku fjölskylda.

Þetta eru æðislegar myndir, ég bara fæ tár í augun. Arndís Áslaug er æðisleg. Til hamingju enn og aftur með allt saman.

Ástarkveðjur,
Anna Þorbjörg

9:01 AM  
Blogger Fjölskyldan Barðaströnd 4 said...

Velkomin í heiminn elsku Arndís Áslaug!!!
Mikið ertu yndislegur kokteill úr helstu fjölskyldumeðlimum.
Getum ekki beðið eftir að hitta þig. Boddí frænka vill helst stökkva beint upp í vél til Seattle...
Ástar- og saknaðarkveðjur frá Stanford, þín Boddí, Viðar & co.

9:09 AM  
Anonymous Anonymous said...

Bjútifúl!
Til lukku með nafn. Geri ráð fyrir að stórfallegri gælunafnahefð verði viðhaldið hjá dömunni...
kv.
Addý og fél.

11:28 AM  
Anonymous Anonymous said...

Elsku Arndís Áslaug velkomin í heiminn! Hlökkum til að hitta þig í sumar og fá að passa þig ;o) Þú ert rosalega lík stóru systur, þið eruð algjörar beauty-systur ;o)

Kossar og knús,
Adda Mæja og Davíð

4:51 PM  
Anonymous Anonymous said...

Vá, en hvað hún er falleg og til hamingju með nafnið!

Þið lítið öll alveg frábærlega vel út og ég vona að ykkur líði eins.

Kveðja frá Dene
HB

1:03 AM  
Anonymous Anonymous said...

Elsku litla ljósið Arndís Áslaug - hjartanlega velkomin í þennan heim og til hamingju með fjölskylduna sem þú fékkst við komuna hingað.

Við getum vottað að los family er jafn frábær og þú - og þið systurnar eruð engir smá gullmolar.

Gangi ykkur allt best í heimi!

Helga Hlín, Unnar, Aðalborg Birta og Úlfhildur Arna.

3:46 AM  
Anonymous Anonymous said...

Til hamingju með þessa fallegu stúlku;)

Kær kveðja,
Hervör

3:43 AM  
Anonymous Anonymous said...

Til hamingju elsku Anna Björg og Grímur. Já og Hrafnhildur Hekla líka. Hún er ekkert smá sæt. Ekki leiðinlegt að líkjast systur sinni.
Bíð spennt eftir ykkur í Grænumýrina í júní.
kv. Erla Kristín

4:43 AM  
Blogger Unknown said...

Elsku sæta og fína fjölskylda. Hún Arndís Áslaug er algjört bjútí og gaman að sjá hvaða þær eru líkar sysurnar! Gangi ykkur allt sem allra best.


Annalú

4:28 PM  
Anonymous Anonymous said...

Elsku Hrafnhildur Hekla, Anna og Grímur innilega til hamingju með Arndísi Áslaugu. Mikið er hún yndisleg, algjört bjútí eins og stóra systir. Við vonum að allt gangi sem allra best hjá ykkur. Við hlökkum til að sjá ykkur fallegu fjölskylduna í sumar.

kveðja,
Agla og Andrea

4:23 AM  
Blogger Unknown said...

Elsku Anna og Grimur til hamingju med litlu stelpuna ykkar. Og audvita til til hamingju med litlu systur HH.
Kvedja fra Santa Monica
Rebekka

6:54 PM  

Post a Comment

<< Home