Monday, March 26, 2007

Enn bara þrjú

Það bólar ekkert á barni hér, við erum svo sem alveg róleg þar sem enn gætu verið rúmlega tvær vikur til stefnu til að allt gæti talist eðlilegt. Helsta undirbúningi er lokið, núna er bara verið að þurrka af gardínum í annað og þriðja skipti. Við förum til læknisins í fyrramálið og sjáum hvað hún segir. Það er mikil spenna að fá ömmu og afa til okkar en þau verða mætt í Radfordið þriðja árið í röð annaðkvöld. Hrafnhildur ætlar að taka sér frí í leikskólanum á miðvikudaginn til að vera með þeim en ég held að hún sé ekki með það á hreinu að hún megi ekki opna páskaeggið, sem mér skilst að sé um borð, þá.
Annars eru bara allir hressir, Grímur búinn í vorfríinu og byrjaður í skólanum, Hrafnhildur farin að krefjast þess að töluð sé enska við matarborðið og ég búin að finna mér shake sem kemst helvíti nálægt því að vera Hagamelur. Sem betur fer er ég amk 15-20 mín að keyra þangað, annars myndu ferðirnar vera fleiri en ein á dag. Það voru vonbrigði að keyra þangað í dag, lokað á mánudögum. Svo eru það myndir síðastliðins mánaðar.
Sleepover er nýtt sport hjá Hrafnhildi Heklu. Það tók hana smá tíma að vilja vera með Arndísi og Andreu í þeim pakka en nú virðist hún brött. Hún gisti reyndar hjá Andreu um helgina og vaknaði upp kl tvö af því hún gleymdi að segja bless við foreldra sína. Mér skilst að henni hafi tekist að vekja hin þrjú börnin og aðskilja foreldrana það sem eftir var nætur. Hún spurði mig í dag eftir að við höfðum beðið eftir Grími í 45 mín fyrir utan bókabúð hvort ég héldi að hann hefði kannski farið í sleepover hjá einhverjum?
Hrafnhildur að læra heima.

Barnið að taka mynd af foreldrum sínum fyrir utan nálina. Hefði svo sem getað verið hvar sem er.
Hrafnhildur Hekla og Bubbi á krakkasafninu.

Bubbarnir fara yfir stöðuna. Hvað er kallinn að mæla?
Hamingjusamar búðarkonur.



Erna er rosalega góð að mála kisur með lokuð augun.

Ferðinni á krakkasafnið lokað með einum starbucks.
Fyrir þá sem hafa áhuga á bumbum. Þessi er 38 vikna.

Í afmæli hjá skólasystur sinni sem var haldið í íþróttasal og var gríðarleg stemmning.

Fékk gamla aðeins til að skokka með sér.



13 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Vá, þetta er glæsilega bumba! Þú lítur rosalega vel út Anna mín. Já, þú líka Hressi minn. Hlökkum til að fá fréttir af fjölgun, gangi ykkur vel.

Kv. Edda

1:53 AM  
Anonymous Anonymous said...

Hæ sæta fjölskylda, gaman að sjá myndir af ykkur og heyra að allt gengur vel. Býð spennt eftir fréttum af nýjum fjölskyldumeðlim :)
kv. Sibba

2:46 AM  
Anonymous Anonymous said...

Hey gaman að fá myndir af ykkur öllum. Þið eruð svo hress og kát á þessum myndum. Sit hér sveitt og sendi inn umsóknir í skóla og leikskóla á meðan ég geri nokkrar pilates æfingar.
Bíð spennt eftir fréttum af ykkur og bumbuling!!!

Hafið það nú gott og gangi ykkur nú vel á næstu dögum.
Koma svo - berjast!

HB

3:19 AM  
Anonymous Anonymous said...

Gangi ykkur vel, gaman að fá fréttir af ykkur þaðp gerist bara allof sjaldan. Hlökkum til að fá ykkur heim,
bestu kveðjur
maria and fam...

3:24 PM  
Anonymous Anonymous said...

Hæ þið öll!
Mikil ofsalega líturðu vel út Anna (og restin af fjölskyldunni auðvitað líka ;) )
Hlakka til að heyra af nýjasta fjölskyldumeðlimnum :)
kveðja
Bluesales

2:55 AM  
Anonymous Anonymous said...

hae astinar! Vid reyndum ad hringja a manudaginn til ad leyfa Vally ad heyra i ykkur! Flotta bumban Anna min! Svakalega liti thid vel ut oll saman.
Eg bid spennt a austurstrondinni!
Jenny Klara

5:26 PM  
Anonymous Anonymous said...

En spennandi. Kannski er bara kominn nýr fjölskyldumeðlimur í þessum skrifuðu orðum. Mun Grímur ekki setja það inn á síðuna um leið og e-ð gerist?
Þú lítur annars mjög vel út Anna mín.
kv. Erla Kristín

2:33 AM  
Blogger Mæja said...

Já, titill færslunnar á ekki lengur við, því fjórði fjölskyldumeðlimurinn, lítil stúlka, fæddist í gærkvöldi að amerískum tíma :)

Elsku Anna, Grímur og Hrafnhildur Hekla, innilega til hamingju með litlu dömuna. Ég hlakka mikið til að sjá myndir :) Hafið það sem allra, allra best. Við biðjum að heilsa liðinu á UWMC.

RISAknús og kossar, Mæja, Gunni og Gunnar Magnús.

4:07 AM  
Anonymous Anonymous said...

Sammála síðasta ræðumanni. Þú lítur mjög vel út Anna. Hafið það gott um páskana og gangi ykkur vel með allt saman.
xxx,
Berglind

4:09 AM  
Anonymous Anonymous said...

Til hamingju með litlu dömuna! Við hlökkum til að sjá myndir. Bestu kveðjur til stóru systur.

Kv.
Edda

7:09 AM  
Anonymous Anonymous said...

Flott hjá ykkur að fjölga fríða fólkinu í heiminum. Nóg er víst til af ljótu fólki... Til hamingju!

9:41 AM  
Blogger Unknown said...

Til hamingju elsku Anna Björg, Grímur og Hrafhildur Hekla. Já og til hamingju Grímhildur Gríma með fjölskylduna þína góðu.

Vonandi hafið þið það öll rosalega gott.

Kær kveðja frá Palla, mömmu og pabba líka.

Knús,
Anna Þorbjörg

7:19 PM  
Anonymous Anonymous said...

Innilegar hamingjuóskir frá okkur hér með litlu dóttluna. Hlökkum til að sjá myndir af henni ( og fylgifiskum)
Addý, Gummi og Inga

10:37 AM  

Post a Comment

<< Home