Thursday, April 05, 2007

Fyrsta vikan

Við þökkum kærlega fyrir allar kveðjur og gjafir sem við höfum fengið síðustu viku. Lífið hjá Arndísi Áslaugu er fremur einfalt, hún drekkur, sefur og kúkar. Hún er voða góð og stillt og hefur greinilega ekki erft það frá stóru systur að sofa ekki á daginn. Stóra er mjög ánægð með sitt hlutverk og var mjög montin að fara með myndir af systur sinni á leikskólann til að sýna krökkunum. Hún reynir að sjálfsögðu að ganga eins langt og hún mögulega getur með foreldra sína enda er dáldið flókið að þurfa að deila gamla liðinu.




Svarti fíni hárlubbinn.

Á leið í 6 daga skoðun hjá Dr. Madsen

Pabbinn með skvísurnar.

Hrafnhildur Hekla tók þessa því mamman þorði því ekki. Daninn er helvíti huggulegur, andlitið var að sjálfsögðu sett upp og gamla tróð sér í gömlu gallabuxurnar.

Amma Addý átti afmæli og afi eldaði nautalundir í tilefni dagsins. Fyrsti rauðvínssopinn í marga mánuði var afar ljúfur.

11 Comments:

Blogger Fjölskyldan Barðaströnd 4 said...

Frábær mynd af Grími með skvísurnar. Allir svo ánægðir, m.a.s. þessi á tölvuskjánum er að spræna á sig af gleði.

Viddi.

10:34 PM  
Blogger Fjölskyldan Barðaströnd 4 said...

Heyrðu, og hvaða rugl er danski læknirinn með um hálsinn (þ.e. fyrir utan hlustunarpípuna)? Mér sýnist þetta vera skorkort - kominn með Ísland á listann. Sælir!

Viddi.

10:38 PM  
Blogger Fjölskyldan Barðaströnd 4 said...

Sæta skvísan, ansi lík mömmu sinni. Býð strax fram pössun ; )
Love,
Boddí móðursystir.

10:47 PM  
Blogger Fjölskyldan Barðaströnd 4 said...

Já, og svo eruð þið náttúrulega öll yndislega falleg.

Knús.

Viddi.

10:54 PM  
Blogger annaj said...

Mikid er gaman ad sja allar thessar finu myndir. Vildi ad eg gaeti komid i heimsokn.

Astarkvedjur,
Anna Thorbjorg

7:00 AM  
Blogger Mæja said...

Jihh hvað þær eru fagrar systurnar :)

Ég hefði nú viljað sjá mynd af mömmunni líka í læknaheimsókninni ;) Já, hann Madsen er fínn. Alveg dejlig.

Æðislega gaman að sjá myndirnar.
Knús og kossar, Malí.

4:43 PM  
Anonymous Anonymous said...

Elsku Anna, Grimur og Hrafnhildur Hekla, hjartanlega til hamingju með litlu Arndísi Áslaugu. Hún er yndisleg og svo lík systur sinni. Ég var að koma úr frí og hef ekkert getað tékkað á ykkur en mig grunaði nú að lillan væri komin. Hafið það gott elskurnar mínar, hlakka svooo til að sjá ykkur í sumar.
xxx,
Berglind

3:15 AM  
Anonymous Anonymous said...

Kæra fjölskylda - til lukku með litlu skvísuna - hún er algjör dúlla eins og Hekla! GAngi ykkur allt í haginn - og það verður gaman að sjá skvísurnar þegar þið flytjið heim aftur,
kveðja Soffía Frímanns

6:07 AM  
Anonymous Anonymous said...

Já og það verður auðvitað gaman að sjá ykkur gamla settið líka;)
Kveðja Soffía

6:08 AM  
Blogger Fjölskyldan Barðaströnd 4 said...

Hæ hæ elsku familía!
Hlakka brjálæðislega mikið til að koma í heimsókn til ykkar á mánudaginn.
Ykkar Boddí.

2:45 PM  
Anonymous Anonymous said...

Það væri voða gaman að sjá fleiri myndir :)

Knús og kossar, Malí :)

3:14 PM  

Post a Comment

<< Home