Ný myndasíða
Það er komin ný myndasíða, www.hressi.fotki.com, þar sem þið getið fylgst með síðustu vikum familíinski í Seattle. Kallinn er nú kominn með áhuga á ljósmyndun og æfir sig grimmt. Hann vantaði alveg áhugamál til að sinna í öllum frítímanum sem við höfum. Lykilorðið inn á síðuna er nafnið á götunni þar sem fyrsta íbúðin okkar var (með litlum og engum íslenskum stöfum). Þeir sem ekki muna það eða vita en hafa brennandi áhuga á að skoða myndirnar geta sent okkur póst, anna.erlingsdottir@gmail.com eða grimur@landslog.is
Við erum annars bara hress, Arndís Áslaug dafnar vel og ríkur upp úr öllum þyngdar- og hæðarkúrvum þessa dagana. Hrafnhildur Hekla er afskaplega góð við systur sína, vaknar á morgnana og talar um hvað hún sé sæt og byrjar svo að púkast við foreldra sína. Við erum búin að vera ein í tvær vikur og það verður óneitanlega gott að koma heim og fá aðstoð frá ömmum og öfum aftur.

Hrafnhildur Hekla og amma Addý í nálinni.

Borghildur kom í sólahring til okkar frá Palo Alto. Það var voða gott að sjá hana og kíkja með henni í búðir en hún færði að sjálfsögðu öllum gjafir eftir að hafa skroppið í verslunarferð til Seattle.
Ég næ því miður ekki að seja inn fleiri myndir en vísa í nýju síðuna góðu.
AB
Við erum annars bara hress, Arndís Áslaug dafnar vel og ríkur upp úr öllum þyngdar- og hæðarkúrvum þessa dagana. Hrafnhildur Hekla er afskaplega góð við systur sína, vaknar á morgnana og talar um hvað hún sé sæt og byrjar svo að púkast við foreldra sína. Við erum búin að vera ein í tvær vikur og það verður óneitanlega gott að koma heim og fá aðstoð frá ömmum og öfum aftur.
Hrafnhildur Hekla og amma Addý í nálinni.
Borghildur kom í sólahring til okkar frá Palo Alto. Það var voða gott að sjá hana og kíkja með henni í búðir en hún færði að sjálfsögðu öllum gjafir eftir að hafa skroppið í verslunarferð til Seattle.
Ég næ því miður ekki að seja inn fleiri myndir en vísa í nýju síðuna góðu.
AB
8 Comments:
Kemst ekki inn á síðuna hjá Hress. Hvar bjugguð þið aftur þarna á Ísafirði?
EE
Skrítið, "kleppur" virkar ekki sem leyniorð, ekki einu sinni í þágufalli.
Viddi.
Mikið svakalega eigið þið sætar dætur.
Á hvaða hárkúr er HH, held að MK eigi aldrei eftir að vera með svona langt og þykkt hár.
Kveðja
HB
Ég myndi kannski ekki segja þykkt...en sítt er það. Hún greip reyndar í eldhússkærin í vikunni og tók dáldið af toppnum og léttar styttur að framan.
AB
Elsku fjölskylda.
Það er gaman að sjá myndir
frá ykkur.Bestu kveðjur til
allra og hafið það gott.
Ykkar mamma og pabbi Selbraut.
Frábært framtak, þessi hressa myndasíða. Fullt, fullt af myndum :)
Takk, takk.
Kveðja, Malí.
ekki man ég nafnid á gotunni ykkar í Davis... og audkennislykillinn enn thá í póstinum geri ég rád fyrir.
ms
Vá, hvað Hekla er dugleg að hjóla :)
Missjú og hlökkum til að fá ykkur heim.
Malí og félagar.
Post a Comment
<< Home