Tuesday, May 01, 2007

Ný myndasíða

Það er komin ný myndasíða, www.hressi.fotki.com, þar sem þið getið fylgst með síðustu vikum familíinski í Seattle. Kallinn er nú kominn með áhuga á ljósmyndun og æfir sig grimmt. Hann vantaði alveg áhugamál til að sinna í öllum frítímanum sem við höfum. Lykilorðið inn á síðuna er nafnið á götunni þar sem fyrsta íbúðin okkar var (með litlum og engum íslenskum stöfum). Þeir sem ekki muna það eða vita en hafa brennandi áhuga á að skoða myndirnar geta sent okkur póst, anna.erlingsdottir@gmail.com eða grimur@landslog.is
Við erum annars bara hress, Arndís Áslaug dafnar vel og ríkur upp úr öllum þyngdar- og hæðarkúrvum þessa dagana. Hrafnhildur Hekla er afskaplega góð við systur sína, vaknar á morgnana og talar um hvað hún sé sæt og byrjar svo að púkast við foreldra sína. Við erum búin að vera ein í tvær vikur og það verður óneitanlega gott að koma heim og fá aðstoð frá ömmum og öfum aftur.

Hrafnhildur Hekla og amma Addý í nálinni.

Borghildur kom í sólahring til okkar frá Palo Alto. Það var voða gott að sjá hana og kíkja með henni í búðir en hún færði að sjálfsögðu öllum gjafir eftir að hafa skroppið í verslunarferð til Seattle.

Ég næ því miður ekki að seja inn fleiri myndir en vísa í nýju síðuna góðu.

AB

8 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Kemst ekki inn á síðuna hjá Hress. Hvar bjugguð þið aftur þarna á Ísafirði?
EE

4:49 PM  
Blogger Fjölskyldan Barðaströnd 4 said...

Skrítið, "kleppur" virkar ekki sem leyniorð, ekki einu sinni í þágufalli.

Viddi.

9:43 PM  
Anonymous Anonymous said...

Mikið svakalega eigið þið sætar dætur.
Á hvaða hárkúr er HH, held að MK eigi aldrei eftir að vera með svona langt og þykkt hár.

Kveðja
HB

2:56 AM  
Anonymous Anonymous said...

Ég myndi kannski ekki segja þykkt...en sítt er það. Hún greip reyndar í eldhússkærin í vikunni og tók dáldið af toppnum og léttar styttur að framan.
AB

7:44 AM  
Anonymous Anonymous said...

Elsku fjölskylda.
Það er gaman að sjá myndir
frá ykkur.Bestu kveðjur til
allra og hafið það gott.
Ykkar mamma og pabbi Selbraut.

11:22 AM  
Anonymous Anonymous said...

Frábært framtak, þessi hressa myndasíða. Fullt, fullt af myndum :)

Takk, takk.

Kveðja, Malí.

1:20 PM  
Blogger Laía og Magnús said...

ekki man ég nafnid á gotunni ykkar í Davis... og audkennislykillinn enn thá í póstinum geri ég rád fyrir.

ms

12:38 PM  
Blogger Mæja said...

Vá, hvað Hekla er dugleg að hjóla :)

Missjú og hlökkum til að fá ykkur heim.

Malí og félagar.

3:23 AM  

Post a Comment

<< Home