9 vikna
Arndís Áslaug er 9 vikna í dag. Hún fór af því tilefni til læknis í gær þar sem hún var skoðuð, vigtuð og mæld. Hún er búin að þyngjast um 2 kíló á 2 mánuðum og stækka um 5 cm. Það telst nokkuð gott, ég myndi amk ekki vilja sjá aðra fjölskyldumeðlimi þyngjast hlutfallslega jafnmikið á skömmum tíma. Dr. Madsen (Daninn var ekki síðri í gær, orðinn dökkur eftir sólina sl. daga) greindi litlu kellinguna okkar með bakflæði og svo er hún kviðslitin. Hún er núna komin á lyf og virðist líða betur, við förum svo á morgun á barnaspítalann þar sem hannað verður sérstakt unit í rúmið hennar svo hún liggi í réttri stöðu. Við kviðslitinu er ekkert gert og það á að ganga til baka innan árs.
Hrafnhildur Hekla er alsæl í sólinni og fílar í botn að vera hálfberrössuð á daginn. Á morgun er síðasti dagurinn hennar í leikskólanum og búið að fylla ísskápinn af keyptum cupcakes til að gefa krökkunum, en það á ekki að reyna baksturinn aftur.
Grímur er búinn að skila lokaritgerðinni og á eftir eitt próf á mánudaginn. Ég nýti tímann sem eftir er til að versla á netinu og skanna fjölbreytt vöruúrval í USA. Ég er sem betur fer á heimleið þar sem ég hef upp á síðkastið fundið fullmikið af góðum konfektbúðum. Afi Siggi kemur svo á sunnudaginn til að pakka og ferja liðið heim. Við leggjum af stað eftir tvær vikur, ótrúlegt að ferðin sem við 3ja manna fjölskyldan fórum af stað í til Davis sé á enda og við að koma heim frá Seattle með auka mann. Bandaríkjamaðurinn er kominn með bandarískt vegabréf og social security númer svo hún kemst með okkur heim og ég get kannski loksins farið að fá afsláttarkort í GAP út á númerið hennar.
Jæja, sjáumst á landinu góða eftir tvær vikur.
AB
Grímur er voða duglegur að taka myndir og setja á myndasíðuna.

B&B kombóið, bjór og barnavagn í bekkjarparýi hjá Grími

Boddí frænka og Hekla

Boddí frænka og Arndís Áslaug
Hrafnhildur Hekla er alsæl í sólinni og fílar í botn að vera hálfberrössuð á daginn. Á morgun er síðasti dagurinn hennar í leikskólanum og búið að fylla ísskápinn af keyptum cupcakes til að gefa krökkunum, en það á ekki að reyna baksturinn aftur.
Grímur er búinn að skila lokaritgerðinni og á eftir eitt próf á mánudaginn. Ég nýti tímann sem eftir er til að versla á netinu og skanna fjölbreytt vöruúrval í USA. Ég er sem betur fer á heimleið þar sem ég hef upp á síðkastið fundið fullmikið af góðum konfektbúðum. Afi Siggi kemur svo á sunnudaginn til að pakka og ferja liðið heim. Við leggjum af stað eftir tvær vikur, ótrúlegt að ferðin sem við 3ja manna fjölskyldan fórum af stað í til Davis sé á enda og við að koma heim frá Seattle með auka mann. Bandaríkjamaðurinn er kominn með bandarískt vegabréf og social security númer svo hún kemst með okkur heim og ég get kannski loksins farið að fá afsláttarkort í GAP út á númerið hennar.
Jæja, sjáumst á landinu góða eftir tvær vikur.
AB
Grímur er voða duglegur að taka myndir og setja á myndasíðuna.
B&B kombóið, bjór og barnavagn í bekkjarparýi hjá Grími
Boddí frænka og Hekla
Boddí frænka og Arndís Áslaug