Wednesday, January 10, 2007

Myndaannáll frá jólum

Búin að tæma myndavélina frá Californiuferðinni og ætla henda nokkrum inn ef ske kynni að einhver skoði ennþá þessa síðu. Ferðin var mjög hugguleg í alla staði ef við sleppum flugferðinni á leiðinni til Seattle þar sem ég hélt að þessu væri lokið. Við skruppum í stuttar dagsferðir frá Palo Alto, borðuðum góðan mat og höfðum það gott. Hrafnhildur Hekla stóð við orð sín og hætti með snuddu. Hún var búin að segjast ætla hætta um jólin þegar hún myndi hitta frændsystkini sín, á aðfangadagsmorgun vaknaði hún og spurði hvort jólin væru komin, gekk að ruslafötunni og henti uppáhaldinu. Ég hélt að þetta myndi aldrei gerast því hún var sérlegur snuddufíkill og fékk sér sog á hlaupum ef hún sá henni bregða fyrir.
Nú er lífið að komast í fastar skorður á ný, Grímur og Hekla byrjuð aftur í skólanum, byrjaði að snjóa í dag og undirbúningur fyrir nýja fjölskyldumeðliminn að fara af stað. Mér skilst að við höfum upplifað einhvern þann súrasta vetur veðurfarslega séð í Seattle í manna minnum. Ég geri ráð fyrir að leikskólar og annað verði lokað á morgun og allt fari í steik hjá Kananum.
Hvað áramótagetraun Gríms varðar hef ég enn ekki komist að því hvert svarið er en ég held að þetta sé í beinu framhaldi frá fyrra heiti og tengist því að hann ætlar ekki að gera neitt sem honum þykir leiðinlegt á árinu. Gleðilegt ár, Anna

Börnin í Barnes Court á aðfangadag.

Fullorðnir í Barnes Court á aðfangadag.

Það fór aðeins fyrir gjöfum þarna á gólfinu.

Afmælisdagur Gríms, skelltum okkur í mini-golf og svo á Cheescake. Því miður gleymdist myndavélin þá en afmælissnúðurinn fékk að sjálfsögðu ís með stjörnuljósi sem mágsa hans pantaði.

Tvö eins.

Önnur tvö eins.

Rúmlega 6 mánaða bumba þarf ekki að vera fyrirstaða.

Tennur í verðlaun fyrir góðan árangur.

Sætar frænkur í vísindasafni í San Jose.

Tyrkinn klár á gamlárs.

Sódavatn-e systur á góðri stund eftir sósugerð. Þess má geta að önnur þeirra hefur getið sér gott orð í módelbransanum og er með öll helstu trix á hreinu.

Þær einu sem höfðu pláss fyrir eftirmatinn.

Hildur Theodóra og Gimmi frændi.

Komin heim til Seattle. Hrafnhildur klæddi sig sjálf og réði algjörlega ferðinni. Mér skilst að ég geti lítið sagt og barnið erfi þetta trúlega frá mér. MACið mitt er í hættu og hún heimtar bara Björgvin Halldórsson á fóninn. Þó líði ár og öld getur bætt upp öll leiðindi.

Hún stjórnaði ferðinni líka þarna og valdi þennan búnað til að fara út og leika í snjónum fyrir kvöldmat.

Mjög ánægð með snjóinn og spennt að vita hvort það verði frí á morgun í leikskólanum.