Monday, August 21, 2006

Húsmóðirin tekur völdin.

Þetta blogg virðist eitthvað vefjast fyrir sumum svo ég hef ákveðið að taka völdin hér. Eins og áður hefur komið fram erum við að fara flytja til Seattle. Davisinn virkaði bara því miður ekki nógu vel fyrir okkur af ýmsum ástæðum. Hver hefði getað trúað þessu upp á kallinn???
Það er því dáldið skrýtið að hanga hér vitandi það að við erum á leiðinni norður en við ætlum að bíða eftir brósa sem kemur á næstu dögum og heimsækja www.stanfjord.blogspot.com. Mér skilst að það sé jafnvel von á fleiri fjölskyldumeðlimum? Við tókum þó smá forskot á sæluna um helgina og eyddum henni í faðmi Barðastrandarbúa. Það var voða huggó og gott að koma til þeirra. Hrafnhildur Hekla var óneitanlega hamingjusöm að hitta krakkana eftir að hafa verið í hlutverkaleik með foreldrum sínum í tvær vikur þar sem hún er ýmist mamman, ég er stóra systir og Grímur er lilli eða hún er Lína, ég er Anna og Grímur er Tommi.
Annars er alveg gríðarlega heitt hérna og eiginlega ekki hægt að vera úti. Við fórum í göngutúr áðan milli 6 og 7 og komum inn eins við hefðum hlaupið með Ármannssyni á laugardaginn (sem sumir gerðu víst). Það er ekki hægt að blogga nema maður minnist aðeins á veðrið. Ég ætla gera tilraun til að henda inn nokkrum myndum.

Bis später, AB
















Hrafnhildur Hekla að ræða málin við Hildi Theodóru í bílnum.



Barnið horfir einstaka sinnum á Dýrin í Hálsaskógi. Hún vaknar upp á nóttunni og spyr pabba sinn af hverju Mikki segi og geri hitt og þetta.

Gunni frændi þótti almennt mjög fyndinn og skemmtilegur.

Systkinin og Hekla á The Cheescake Factory

Feðginin á röltinu í Davis


Að lokum er það glæsivagninn.

Thursday, August 17, 2006

Fréttir að Vestan

Eins og kom fram í síðustu viku var okkur ráðlagt að fara í frí áður en skólinn byrjar hér í Davisborg. Við brugðumst skjótt við og héldum til Seattle að heimsækja Gunna, Mæju og Gunnar Magnús sem við höfðum aldrei séð. Flugum á föstudaginn síðasta og heim aftur á þriðjudag. Ferðin var stórskemmtileg og mikil upplifun. Við vorum reglulega hrifin af Seattle og háskólanum þar. Þar sem ég hafði á sínum tíma fengið inni hjá þeim hafði ég samband við LL.M. stjórann hjá þeim, sem tók afar vel á móti mér. Í stuttu máli sagt höfum við ákveðið að færa okkur um set og flytja til Seattle. Ég byrja í skólanum þar 1. september og klára 15. júní. Auðvitað fylgir þessu talsvert bras en það er bara gaman af því.
Ef einhvern vantar þriggja herbergja íbúð í Davis þætti mér vænt um að heyra frá viðkomandi.

Myndir frá ævintýrum okkar vestan hafs verða settar inn um leið og ég er búinn að læra almennilega á þetta blessaða blogg.

Thursday, August 10, 2006

Davis


Þá erum við sest að í höfuðborg Yolo sýslu, Davis 95616. Komin með símanúmer, internet og flatskjá, rauðan Extorp og Ivar bókahillu. Bættum sænska Smálandametið í innpökkun þegar við tróðum tveimur innkaupakerrum og king hjónarúmi í Explorerinn. Eina sem ég á eftir að gera er að kaupa Cable, eftir það get ég sest niður með snickers og bjór, alveg eins og í Danmörku.
Nýi bíllinn okkar er awesome, leðurklæddur Explorer, 200 hestar í húddinu, sex diska magasín og sun roof. Sílsalistar og þakbogar, hvað er hægt að biðja um meira?
Skólinn byrjar eftir viku, Beth vinkona okkar Garðars, sagði mér að hafa það nice þangað til, því eftir fimmtudaginn næsta liti ég ekki glaðan dag fyrr en í fyrsta lagi upp úr Thanksgiving. Hún áttar sig þó væntanlega ekki á því að ég er enginn avarage Kani (þó hún hafi sagt að ég liti alls ekki út eins og Íslendingur, og þegar ég spurði hana hvort það væri complement sagði hún já, ég væri alveg eins og Kani), en ég verð sennilega að blaða aðeins í einhverjum orðabókum uppúr miðjum ágúst. En, í þessu ljósi, erum við að velta fyrir okkur að skreppa til Seattle, þar sem Gunnar Örn hefur haft aðsetur síðustu áratugi, og kanna kosti borgarinnar.
If you want to read this færsla in English, press here.