Friday, September 29, 2006

Útskrift úr undirbúningsnámskeiði

Undirbúningsnámskeiði fyrir LL.M. prógrammið lauk fyrir um tveimur vikum. Að venju var mikið um dýrðir við útskrift og má segja að endahnúturinn hafi verið bundinn með pompi og prakt. Samtímis byrjaði LL.M. prógrammið formlega.
Því miður var ég ekki með myndavél meðferðis í veislunni, en góðvinur minn, Salahoddin Aryapur (frá Afganistan) var svo elskulegur að senda mér myndir úr veislunni. Hann sendi mér einnig mynd af sjálfum sér, ef ég skyldi ekki vita hver sendi mér myndirnar. Læt þær fylgja með.
Að síðustu er birt getraun októbermánaðar, en hún felst í að finna undirritaðan á formlegri útskriftarmynd undirbúningsnámskeiðisins. Verðlaunin eru að venju eins mánaðar dvöl í Davis.
Njótið vel, og innilegar þakkir fyrir hlý orð í minn garð í tilefni uppáferðarinnar.
G.



Tuesday, September 26, 2006

Amerískur borgari


Bandarískum ríkisborgurum mun fjölga á næsta ári um að minnsta kosti einn því von er á öðru Grímsbarni. Áætlaður komutími barnsins er 28.mars 2007 og meðgangan því komin 14 vikur áleiðis. Það ríkir að sjálfsögðu mikil gleði og spenna yfir þessu öllu saman. Við erum búin að fara í heimsókn á spítalann þar sem barnið mun fæðast og komin með lækni sem við munum hitta einu sinni í mánuði og kemur svo til með að taka á móti barninu. Þess má til gamans geta að þessi ágæti læknir, Dr. Eckert, tók á móti gleðipinnanum Gunnari Magnúsi fyrr á árinu. Ekkert er sem sagt kona og afskaplega yndæl. Við getum einnig sagt frá því nú að væntanleg koma barnsins var ein meginástæða þess að við fluttum okkur til Seattle en tryggingamál varðandi meðgöngu og fæðingu eru mun betri í Whasington en í Californiu.

Kveðja í bili frá familí Sigurdsson.

Saturday, September 23, 2006

Hekla opnar pakka

Friday, September 22, 2006

Fyrsti í afmæli

Hrafnhildur Hekla fékk að halda upp á afmælið sitt í leikskólanum í dag því á morgun, afmælisdaginn, er frí. Foreldrarnir komu klukkan ellefu og sögðu sögur af því hvað hún hefði gert fyrstu þrjú ár ævi sinnar og sýndu myndir. Krakkarnir virtust voða spenntir og sungu svo fyrir hana afmælissönginn. Eftir mat átti hún svo að fá að bjóða krökkunum upp á eitthvað gott. Húsmóðirinn hélt að hún væri að gera mjög gott mót með því að baka í stað þess að kaupa tilbúið. Það var því hent í rice crispies fyrir liðið og Hekla mjög sátt og hlakkaði mikið til að gefa kökurnar (ekki svo oft sem hún hlakkar til einhvers á leikskólanum!). Þegar kom svo að því að bjóða upp á heimagerðu kökurnar kom í ljós að gleymst hafði að láta vita að það er bannað að koma með að heiman, verður að vera innpakkað þegar börnin fá góðgætið í hendur. Það gæti einhver sett eitthvað út í kökurnar. Greyið litla skildi ekki mikið í þessari reglu og var vægast sagt vonsvikin að mega ekki bjóða nýju vinunum sínum upp á kræsingarnar. Svona fær maður það í hausinn að vera myndarlegur! Kökurnar verða bara á boðstólnum á morgun, þ.e. það sem eftir er af þeim.














Nokkrir litlir grísir á leikskólanum, í afmælishringnum hennar Heklu.














Vinirnir, strákurinn í röndótta bolnum er sá fyrsti sem hefur verið kallaður "vinur minn" hérna af Heklu og sæta stelpan næst okkur bauð henni heim til sín á sunnudaginn og er alltaf rosa góð við hana.














Krys (dáldið spennt..) og krakkarnir. Krys er rosa góð og helsta ástæðan fyrir því að Hrafnhildur Hekla vill vera á leikskólanum.














Pabbinn segir sögur af Heklu.















Með afmæliskórónuna að borða sænskar kjötbollur með strákunum (setti hana aðeins upp fyrir þessa einu myndatöku, neitaði annars að bera kórónuna).

Monday, September 18, 2006

Skammtur II














Á staðnum hennar Önnu Tobbu í Santa Monica















Á leið í heita pottinn í Davis

































Ný splittútfærsla hjá Boddí, köllum þetta Ameríkusplitt. Annars var hún að sýna mér nýju skóna sína.















Undirbúningur hafinn fyrir hrekkjavöku














Pabbi sýnir tengdasonum sínum hvernig á að grilla nautalundir. Grímur heldur að hann þurfi ekki að kunna þetta.














Viðar prúðbúinn á veitingastað fyrsta kvöldið okkar í vínsmökkunarferðinni














Familíinski fær sér hádegismat í Napa.














Gunni, Malí, mammsan og Adda Mæja hress.














Beðið eftir St.Erling














Þau voru bara í vatninu.














Hjónin sæl og glöð.


















Og frúin ein og sér.















Grímur og Viðar kláruðu kvöldið með smá dansi við börnin.














Glaðasta barnið í öllum heiminum

Myndaskammtur

Loksins erum við búin að hlaða inn myndum frá síðasta mánuði, hér er brot af því besta m.a. frá kveðjuferðinni um Kalí.

Örlítið öfugsnúin

Sviðsskrekkur er ekki það sem hrjáir frænkurnar, tóku léttan dans á götu í Palo Alto.

Svo þurftu þær að fara í bað

og nú er allt komið í rugl og tölvan neitar að setja inn fleiri myndir, þarf kannski aðeins að venjast þessu. Reyni aftur á eftir.

Friday, September 15, 2006

Enn af tungumálum

Ég var að fá þær upplýsingar áðan að til að taka þátt í Asian Law programminu sem ég er skráður í þarf maður að tala amk eitt Asíumál. Prógrammið byrjar á mánudaginn.

Wednesday, September 13, 2006

Networking

[Afgani (hvíslar meðan hann opnar ferðatölvuna sína)]: This is so boring I must play games!
[Hress (brosir)]: Yes, but did you attend the lecture yesterday?
[Afgani]: Hu?
[Hress]: With the woman with the blond hair?
[Afgani]: No I borrowed it?
[Hress]: No, the woman with the blond hair yesterday, she was really boring.
[Afgani]: No, the University of Washington lent it to me, I can use it here.
[Hress]: OK, but I was talking about the teacher with the blond hair.
[Afgani]: No, I can not connect it to the TV.

[Afgani (stuttu seinna eftir að ég hrósa honum fyrir mynd á desktoppnum af honum sjálfum með sólgleraugu)]: I use Skynet to enter the Internet, it is the cheapest. What do you pay for Internet?
[Hress ]: Actually, my internet account is included in my rent, so I don't pay for internet directly.
[Afgani]: Then you can come to my house to use the internet. I will write my address for you.

[Afgani (um 2 klst seinna þegar kennslu lýkur)]: Are you coming to my house now to use the internet?

Svona kynnist maður fólki í USA.

Tuesday, September 12, 2006

"No, my wife does not drink alcohol"

svaraði japaninn Takihara mér þegar ég spurði hann: "Does your wife like to be here".

Friday, September 08, 2006

Upprisinn

Kæru gestir og gangandi.
Fyrsta vikan í skólanum (í Seattle, fyrir þá sem misstu af síðustu færslu) búin. Heilt yfir lítur þetta ákaflega vel út. Búinn að sitja tíma í amerískum lögum sem hafa verið misáhugaverðir, en þeir skemmtilegu taka öðru út sem maður hefur kynnst. Prógrammið sjálft er reyndar ekki byrjað, heldur er þetta valkvætt undirbúningsnámskeið. Nemendahópurinn skiptist þannig að þarna eru 20 Afganar (svona dökkbrúnir), um 60 Asíufólk (þ.e. frá öðrum Asíulöndum en Afganistan) og restin er frá Þýskalandi og Íslandi (en Andreas fer reyndar heim þegar þetta undirbúningsnámskeið er búið). Það lítur því út fyrir að ég verði kominn með ansi skemmtilega kontaktaðila að ári.
Gaman að segja frá því að Kínamaðurinn Ralf sótti um tvo skóla í USA og komst inn í báða. Fyrstur til að giska á hver hinn skólinn er fær ókeypis gistingu í Davis til júníloka.
Kínakonan Feye átti ekki orð yfir öllu sem ég sagði henni - sama hvort ég hefði séð Aurora (vona hún hafi átt við norðurljósin) eða að ég talaði íslensku (sem hún skrifaði hjá sér fyrir neðan nafnið mitt).
Annars gekk ferðalagið hingað frá Californiu vel, brunuðum þessar 800 mílur í einum rykk, leyfði barninu að hlaupa einu sinni út til að pissa. Fyrir vikið sáum við enga skóla í Oregon sem ég hefði getað sótt um.
Annars eru Afganir best skóaða þjóð sem ég hef kynnst. Þeir eru undantekningalaust í stífbónuðum, támjóum leðurskóm, þeir alflottustu sem ég hef séð. Svona lærir maður, hver veit nema ég fái mér par.
Anna hendir inn myndum von bráðar og kannski ferðasögum frá LA, San Fran, Pacific Coast Highway og fleiri stöðum sem við erum búin að heimsækja (bara 47 eftir).
Hress.