Thursday, February 15, 2007

Viltu raka á honum hárið?

Grímur dró okkur mæðgur áðan út að borða í tilefni dagsins, og endaði ferðina inni í tóbaksbúð, sem er nú ekki frásögur færandi. Afgreiðslumaðurinn var af múslimsku bergi brotinn og virtist mjög hrifinn af Hrafnhildi. Gefum honum orðið:
"Who is this pretty girl?"
Grímur: "Hann er að segja hvað honum finnst þú falleg stelpa".
Afgreiðslumaður: "Can I keep her?"
Grímur: "Hann er að spyrja hvort hann megi eiga þig!"
Afgreiðslumaður: "Do you wan´t to stay with me here?"
Grímur: "Hann er að spyrja hvort þú viljir raka á honum hárið".

Annars þakka ég fyrir afmæliskveðjurnar sem ég hef fengið í dag, gjafir og símtöl. Mér þykir afar vænt um þetta allt saman, komin á þennan aldur, alein og vanfær lengst úti í heimi.

Anna

Wednesday, February 14, 2007

Bloggleysi

Ástæðan er 24. Við hjónin höfum nú loksins fundið okkur sameiginlegt áhugamál og dælum diskunum í spilarann. Hrafnhildur Hekla fer að sofa fyrir átta, svo er maraþon áhorf hjá okkur á kvöldin og látum okkur dreyma Bauer á nóttunni. Tölvan lenti einnig í smá óhappi svo vélin hefur ekki verið tæmd og lítið farið fyrir því að taka myndir. Það hefur ítrekað verið óskað eftir því að sjá bumbumyndir en þær eru frekar fáar, amk bumbumyndir þar sem barnið er í bumbunni. Ég læt þó eins og eina til tvær detta.

Mæðgurnar
Kjéllingin
Í dag er dagur elskanda hér í USA. Hrafnhildur Hekla fór með Valentínusarbók fyrir vinkonu sína í leikskólann og fékk aðra í staðinn. Hún fór líka með kort handa kennurunm sínum þar sem hún skrifaði sjálf undir eins og sjá má á myndinni. Þetta er augljóslega stórt H, lítið e, k, l og a.