Thursday, April 05, 2007

Fyrsta vikan

Við þökkum kærlega fyrir allar kveðjur og gjafir sem við höfum fengið síðustu viku. Lífið hjá Arndísi Áslaugu er fremur einfalt, hún drekkur, sefur og kúkar. Hún er voða góð og stillt og hefur greinilega ekki erft það frá stóru systur að sofa ekki á daginn. Stóra er mjög ánægð með sitt hlutverk og var mjög montin að fara með myndir af systur sinni á leikskólann til að sýna krökkunum. Hún reynir að sjálfsögðu að ganga eins langt og hún mögulega getur með foreldra sína enda er dáldið flókið að þurfa að deila gamla liðinu.




Svarti fíni hárlubbinn.

Á leið í 6 daga skoðun hjá Dr. Madsen

Pabbinn með skvísurnar.

Hrafnhildur Hekla tók þessa því mamman þorði því ekki. Daninn er helvíti huggulegur, andlitið var að sjálfsögðu sett upp og gamla tróð sér í gömlu gallabuxurnar.

Amma Addý átti afmæli og afi eldaði nautalundir í tilefni dagsins. Fyrsti rauðvínssopinn í marga mánuði var afar ljúfur.