Friday, March 30, 2007

Arndís Áslaug Grímsdóttir

Miðvikudagskvöldið 28.mars kl 20:51 fæddist litla skottan okkar. Hún var 51 cm og 14 merkur og fæðingin gekk nokkuð vel fyrir sig. Við fórum upp á spítala kl 10 um morguninn til að kanna hvort eitthvað væri í gangi. Þá var ekki aftur snúið, vatnið farið og 4 í útvíkkun. Mamma og pabbi rétt náðu í hús, fengu fimm tíma svefn og svo hent í barnapössun. Litla kelling fór síðan frekar hægt í þetta allt saman og var að dóla sér að pína mömmuna fram yfir kvöldmat þegar mátti fara að koma henni út. Hún er náttúrulega alveg yndisleg, sefur, drekkur og kúkar en verður reið þegar eitthvað er ekki eins og það á að vera. Það virðist samt vera tiltölulega auðvelt að gera henni til hæfis, gefa henni brjóst. Hrafnhildur Hekla er mjög ánægð að vera stóra systir, vill stöðugt vera hjá henni en er ekki alveg með takmörkin á hreinu og búið að reyna á ýmislegt síðastliðinn sólarhring frá því við komum heim af spítalanum. Áður en við yfirgáfum sjúkrahúsið var bandaríski ríkisborgarinn nefndur Arndís Áslaug í höfuðið á uppáhalds ömmunum. Hér eru svo nokkrar myndir frá fyrsta sólarhringnum.

Ekki aftur snúið, mætt í sloppinn og til í átökin.

Andað í símann í gegnum eina netta hríð, Borghildur á línunni, stödd á Hawai með kampavínsglasið. Ólíkt hafast þær systur að.

Fyrsta myndin með ma&pa saman.

Alveg eins og Hrafnhildur Hekla þegar hún var skrúbbuð fyrst. Þær eru mjög líkar systurnar en Arndís Áslaug er með töluvert dekkra hár.







Komin heim til stóru systur, þær eru ekki alveg í sömu stemmningunni.

Monday, March 26, 2007

Enn bara þrjú

Það bólar ekkert á barni hér, við erum svo sem alveg róleg þar sem enn gætu verið rúmlega tvær vikur til stefnu til að allt gæti talist eðlilegt. Helsta undirbúningi er lokið, núna er bara verið að þurrka af gardínum í annað og þriðja skipti. Við förum til læknisins í fyrramálið og sjáum hvað hún segir. Það er mikil spenna að fá ömmu og afa til okkar en þau verða mætt í Radfordið þriðja árið í röð annaðkvöld. Hrafnhildur ætlar að taka sér frí í leikskólanum á miðvikudaginn til að vera með þeim en ég held að hún sé ekki með það á hreinu að hún megi ekki opna páskaeggið, sem mér skilst að sé um borð, þá.
Annars eru bara allir hressir, Grímur búinn í vorfríinu og byrjaður í skólanum, Hrafnhildur farin að krefjast þess að töluð sé enska við matarborðið og ég búin að finna mér shake sem kemst helvíti nálægt því að vera Hagamelur. Sem betur fer er ég amk 15-20 mín að keyra þangað, annars myndu ferðirnar vera fleiri en ein á dag. Það voru vonbrigði að keyra þangað í dag, lokað á mánudögum. Svo eru það myndir síðastliðins mánaðar.
Sleepover er nýtt sport hjá Hrafnhildi Heklu. Það tók hana smá tíma að vilja vera með Arndísi og Andreu í þeim pakka en nú virðist hún brött. Hún gisti reyndar hjá Andreu um helgina og vaknaði upp kl tvö af því hún gleymdi að segja bless við foreldra sína. Mér skilst að henni hafi tekist að vekja hin þrjú börnin og aðskilja foreldrana það sem eftir var nætur. Hún spurði mig í dag eftir að við höfðum beðið eftir Grími í 45 mín fyrir utan bókabúð hvort ég héldi að hann hefði kannski farið í sleepover hjá einhverjum?
Hrafnhildur að læra heima.

Barnið að taka mynd af foreldrum sínum fyrir utan nálina. Hefði svo sem getað verið hvar sem er.
Hrafnhildur Hekla og Bubbi á krakkasafninu.

Bubbarnir fara yfir stöðuna. Hvað er kallinn að mæla?
Hamingjusamar búðarkonur.



Erna er rosalega góð að mála kisur með lokuð augun.

Ferðinni á krakkasafnið lokað með einum starbucks.
Fyrir þá sem hafa áhuga á bumbum. Þessi er 38 vikna.

Í afmæli hjá skólasystur sinni sem var haldið í íþróttasal og var gríðarleg stemmning.

Fékk gamla aðeins til að skokka með sér.