Wednesday, October 18, 2006

Meira blók og myndir

Nú er kominn tími á nýjar myndir og með því. Fyrstu gestir frá Íslandi eru komnir og farnir, Grímur á fullu í skólanum og Hrafnhildur Hekla heldur áfram að berjast á sínum stað. Ég fékk þær fréttir í dag að hún hefði talað í fyrsta skipti á leikskólanum, var í einhverjum leik og sagði red og blue. Þetta er bara allt að koma! Svo er ég bara luxury kelling sem fer á kaffihús, í búðir, á róló, þvæ þvott og elda mat.
Hrafnhildur Hekla er búin að fá sér búning fyrir laugardaginn því þá förum við í graskersboð. Við hjónin skildum því miður Hörpu og Stinna eftir heima en hljótum að finna einhverjar kollur.
Hér eru svo nokkrar myndir frá síðasta mánuði.

Hrafnhildur Hekla fékk þetta barbie hjól í afmælisgjöf frá ma&pa.

Úfin og sæt að opna afmælispakkana sem biðu hennar við rúmið.

Hrafnhildur Hekla og Arndís Gunnarsdóttir, vinkona hennar.

Fórum í partý eitt kvöldi og Hrafnhildur Hekla sagði þegar hún vissi hvert hún væri að fara að hún yrði að fara í bæinn fyrst og kaupa sér nýjar gammósíur og gloss fyrir kvöldið. Ef það er önnur stelpa á leiðinni verður pabbinn að fá sér aukavinnu, það er ekki hægt að reka þrjár svona.

Fyrsta klippingin í Ameríku.

Reyndum að sýna ömmu, afa og Magnúsi helstu staði borgarinnar þegar þau komu í heimsókn. Eigum að vísu eftir að fara í nálina. Hrafnhildur er búin að lofa að halda í höndina á ömmu sinni.

Fórum út að borða í tilefni hálfrar aldar afmæli ömmu gömlu.


Í tennis með pabba á campús.

Og litli kútur sem Hrafnhildur tuskar til alla daga en vill vera svo góð við.