Friday, December 22, 2006

Farin í jólafrí

Erum á leið til Californiu eftir nokkar mínútur þar sem við ætlum að eyða jólum og áramótum í faðmi Borghildar, Viðars og fjölskyldu. Við viljum óska ættingjum og vinum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári og þakka fyrir öll jólakortin sem við höfum fengið, en við sendum út um áttatíu kort og erum búin að fá fjögur.

kveðja, Grímur, Anna og Hrafnhildur Hekla

Wednesday, December 13, 2006

Myndir á eftir desembergetraun.


Byrjum á Thanx. Við hittumst nokkrar fjölskyldur heima hjá Sollu og Gunna og borðuðum mikinn og góðan mat. Flestir segjast saddir við tilhugsunina en við værum bara til í meira. Þarna eru skvísurnar þrjár, Hrafnhildur Hekla, Arndís og Andrea.


Gönnsó sá um stuffing og bara nokkuð sáttur. Enn sáttari var undirritaður þegar hann fékk að vaska upp eftir eldamennskuna.

Gríðarlegt álag á drengjunum, Gunni, Grímur og Hjalti.

Singstar keppni var haldin eftir mat og rústuðum stelpurnar strákunum. Og ég valtaði gjörsamlega yfir kallinn enda gerir hann nú flest betur en að syngja.

Það snjóaði í tvo daga í Seattle og allt fór rugl.

Hrafnhildur Hekla var sátt við þetta og fékk frí í leikskólanum þessa daga því það lamaðist allt. Hún reynir yfirleitt að komast hjá því að fara í leikskólann og segir núna á morgnana að það sé hálka og við komumst hvergi.

Söknuður í Seattle. Helmingur fjölskyldunnar okkar síðastliðna þrjá mánuði kvaddi okkur fyrir viku. Það var dáldið erfitt en rosa gott að hafa þau þennan tíma sem við vorum að aðlagast aðstæðum. Sem betur fer býr fleira gott fólk á svæðinu svo við hljótum að spjara okkur.

Þau bjuggu hjá okkur síðustu 12 dagana og buðu fjölskyldunni á argentískt steikhús í þakklætisskyni.

Hvort ætlaði hún að skoða sig eða myndina af sér í speglinum?

Jólaball Íslendingafélagsins. Hrafnhildur er dáldið smeik við sveinka en Andrea gat hjálpað henni þegar hún var spurð hvað hún vildi fá frá honum, stelpan vill barbiehouse.

Við héldum litlu jólin kvöldið áður en helmingurinn yfirgaf okkur, borðuðum kalkún og skiptumst á pökkum. Aðeins að saxa á spennuna hjá Hrafnhildi, babyborn verður heit fram að jólum.

Það er ekki hægt að segja annað en maður sakni hans!

Hrafnhildur er búin að vera heima sl þrjá daga með stíflaðan nebba og smá hósta. Við fórum í druggann í gær og keyptum stöff fyrir hana og hún er betri í gær en í dag. Það kemur kannski ekki á óvart að pabbi hennar, sem snýtir sér bara í aloa vera pappír, keypti þurrkur með lotioni og mýkingakrem undir nefið fyrir barnið.

Svo er það græja ársins. Fórum í Costco í fyrradag og keyptum þessa. Það er ekki hægt að horfa á hana og segja að maður þurfi ekki svona græju. Ég þurfti aðeins að sannfæra Grím en ég heyrði hann í dag tala um litla kútinn sinn og eiga orðaskipti við ryksuguna. Við skelltum okkur í bíltúr í gær að skoða jólaljósin og svo út að borða. Þegar við komum heim var kvikindið búið að ryksuga íbúðina. Hvað getur maður sagt?

Gunni og Mæja gáfu Hrafnhildi þetta súkkulaðidagatal. Ef myndin prentast vel sést að Hrafnhildur misskildi tvennt við gjöfina: a) hugtakið dagatal, og b) hvernig ætlast er til að ná molunum úr prísundinni. Held henni hafi verið nokkuð sama.

Minni að lokum á desembergetraunina. Góð tilgáta hjá Önnu Þorbjörgu, en ekki rétt. Áramótaheit krefst aga, þolgæðis og festu. Skemmtiferð til Santa Monica er frábær hugmynd, en inniheldur ekkert af framangreindu.

Kv. A & G

Desembergetraun

Góðir hálsar, hin geysivinsæla desembergetraun heldur áfram göngu sinni. Eins og allir vita var áramótaheitið mitt um síðustu áramót að vera betri við sjálfan mig. Það hefur að mestu leyti gengið eftir, þó auðvitað hafi ekki allt farið eins og til var ætlast. Nú er hins vegar komið að nýju áramótaheiti og spurningin er: Hvert verður nýja áramótaheitið mitt? Svör sendist afgreiðslu merkt Ósérhlífinn. Verðlaunin eru sem fyrr mánaðargisting í Davis, nánar tiltekið að Eastlake Apartments.
Myndir á leiðinni.