Arndís Áslaug Grímsdóttir
Miðvikudagskvöldið 28.mars kl 20:51 fæddist litla skottan okkar. Hún var 51 cm og 14 merkur og fæðingin gekk nokkuð vel fyrir sig. Við fórum upp á spítala kl 10 um morguninn til að kanna hvort eitthvað væri í gangi. Þá var ekki aftur snúið, vatnið farið og 4 í útvíkkun. Mamma og pabbi rétt náðu í hús, fengu fimm tíma svefn og svo hent í barnapössun. Litla kelling fór síðan frekar hægt í þetta allt saman og var að dóla sér að pína mömmuna fram yfir kvöldmat þegar mátti fara að koma henni út. Hún er náttúrulega alveg yndisleg, sefur, drekkur og kúkar en verður reið þegar eitthvað er ekki eins og það á að vera. Það virðist samt vera tiltölulega auðvelt að gera henni til hæfis, gefa henni brjóst. Hrafnhildur Hekla er mjög ánægð að vera stóra systir, vill stöðugt vera hjá henni en er ekki alveg með takmörkin á hreinu og búið að reyna á ýmislegt síðastliðinn sólarhring frá því við komum heim af spítalanum. Áður en við yfirgáfum sjúkrahúsið var bandaríski ríkisborgarinn nefndur Arndís Áslaug í höfuðið á uppáhalds ömmunum. Hér eru svo nokkrar myndir frá fyrsta sólarhringnum.

Ekki aftur snúið, mætt í sloppinn og til í átökin.

Andað í símann í gegnum eina netta hríð, Borghildur á línunni, stödd á Hawai með kampavínsglasið. Ólíkt hafast þær systur að.

Fyrsta myndin með ma&pa saman.

Alveg eins og Hrafnhildur Hekla þegar hún var skrúbbuð fyrst. Þær eru mjög líkar systurnar en Arndís Áslaug er með töluvert dekkra hár.




Komin heim til stóru systur, þær eru ekki alveg í sömu stemmningunni.
Ekki aftur snúið, mætt í sloppinn og til í átökin.
Andað í símann í gegnum eina netta hríð, Borghildur á línunni, stödd á Hawai með kampavínsglasið. Ólíkt hafast þær systur að.
Fyrsta myndin með ma&pa saman.
Alveg eins og Hrafnhildur Hekla þegar hún var skrúbbuð fyrst. Þær eru mjög líkar systurnar en Arndís Áslaug er með töluvert dekkra hár.
Komin heim til stóru systur, þær eru ekki alveg í sömu stemmningunni.