Útskrift úr undirbúningsnámskeiði
Því miður var ég ekki með myndavél meðferðis í veislunni, en góðvinur minn, Salahoddin Aryapur (frá Afganistan) var svo elskulegur að senda mér myndir úr veislunni. Hann sendi mér einnig mynd af sjálfum sér, ef ég skyldi ekki vita hver sendi mér myndirnar. Læt þær fylgja með.
Að síðustu er birt getraun októbermánaðar, en hún felst í að finna undirritaðan á formlegri útskriftarmynd undirbúningsnámskeiðisins. Verðlaunin eru að venju eins mánaðar dvöl í Davis.
Njótið vel, og innilegar þakkir fyrir hlý orð í minn garð í tilefni uppáferðarinnar.
G.



